Frétt

| 10.02.2001 | 13:37Kona kjörin í stjórn í fyrsta sinn

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Söguleg tíðindi urðu á aðalfundi Sögufélags Ísfirðinga í fyrrakvöld. Þá var kona kosin í stjórn félagsins í fyrsta skipti en á þessu ári eru liðin 48 ár frá stofnun þess. Konan er Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, þrjátíu og fjögurra ára sagnfræðingur á Ísafirði. Hún kemur í stjórnina í stað Eyjólfs Jónssonar, sem andaðist á síðasta ári og átti að baki langt og ötult starf í þágu félagsins. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir enda er ekki venja í félagi þessu að tjalda til einnar nætur.
Formaður Sögufélags Ísfirðinga, Jón Páll Halldórsson, flutti skýrslu um liðið starfsár. Minning kristnitökunnar fyrir þúsund árum setti mark á árið 2000 hjá félaginu. Út kom 40. árgangur Ársrits Sögufélags Ísfirðinga og var hann með öðru sniði en venja hefur verið. Efnið var ekki af ýmsu tagi og bundið að mestu eða öllu leyti við Ísafjörð og nærsveitir heldur helgað einu viðfangsefni: Sögu kirkju og kristni á Vestfjörðum.

Formaður minnti á fimmtugsafmæli félagsins árið 2003 og nauðsyn þess að hyggja að undirbúningi þeirra tímamóta. Ýmsar hugmyndir um viðfangsefni hafa komið upp en naumast er ennþá tímabært að setja þær á prent. Þá ræddi formaður nauðsyn þess að taka saman og gefa út registur þeirra fjörutíu árganga af Ársritinu sem komnir eru út. Slíkt var gert þegar komnir voru tuttugu árgangar. Í ritinu er geysilegur fróðleikur saman kominn en heldur torfundinn til sérstakra nota þegar registrið vantar. Þess má geta, að lesmálssíður árganganna fjörutíu eru um sjö þúsund. Nú hentar ritið því öllu fremur til dægrastyttingar en til handhægs brúks fyrir fræðimenn, enda þótt þeir nýti sér þessa fróðleiksnámu um byggðasögu í sívaxandi mæli.

Magni Örvar Guðmundsson skýrði reikninga Sögufélags Ísfirðinga en fjárhald þess hafði Eyjólfur heitinn annast. Hagur félagsins er mjög góður og traustur.

Stjórn Sögufélags Ísfirðinga skipa nú Jón Páll Halldórsson, Geir Guðmundsson, Magni Örvar Guðmundsson, Valdimar H. Gíslason og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir. Þess má geta, að Jón Páll hefur átt sæti í stjórn félagsins í fjóra áratugi og gegnt formennsku í 22 ár. Eins og sjá má er stjórnin hin traustlegasta. Í þessum hópi sameinast forsjálni og fyrirhyggja, mikil fagleg þekking og reynsla og síðast en ekki síst mikill áhugi á sögulegum verðmætum og varðveislu þeirra, hvort sem þar er um efnislega hluti að ræða eða söguna sjálfa.

16.01.2001
> „...nýjasti árgangurinn síst eftirbátur hinna“

05.01.2001
> Með hefðbundnum hætti

02.01.2001
> Aldamótin hundrað árum seinna

08.12.2000
> Kristni á Vestfjörðum í 1000 ár

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli