Frétt

| 22.02.2000 | 14:21416 milljón króna skattur á Vestfirðinga

Frá Bolungarvíkurhöfn.
Frá Bolungarvíkurhöfn.
Skattgreiðsla Vestfirðinga yrði um 416 milljónir króna á ári, miðað við núverandi kvótastöðu, ef lagt yrði tíu króna veiðigjald á hvert þorskígildiskíló eins og lagt hefur verið til. Þetta kemur fram í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ.
„Ef hugmyndir veiðigjaldssinna um sértækan skatt á sjávarútveg næðu fram að ganga yrði til einhver mesti landsbyggðarskattur í sögu lýðveldisins", segir í fréttabréfinu.

Ef gengið er út frá 10 króna skattlagningu á hvert kíló myndi árlegur skattur á einstakar byggðir Vestfjarða verða þessi, samkvæmt núverandi aflaheimildum þeirra:

Ísafjarðarbær 214 milljónir króna, Vesturbyggð 63 milljónir, Bolungarvík 46 milljónir, Tálknafjörður 31 milljón, Hólmavík 29 milljónir, Súðavík 23 milljónir, Drangsnes 7 milljónir og Árneshreppur 2 milljónir.

Í fréttabréfi LÍÚ segir síðan: „Álagning auðlindaskatts myndi umsvifalaust kalla á aðhaldsaðgerðir í fyrirtækjum sjávarútvegsins. Niðurskurðurinn sem fylgdi í kjölfarið myndi bitna á starfsfólki þessara fyrirtækja á landsbyggðinni. Þeir fjármunir sem ríkið myndi innheimta með auðlindaskatti yrðu að langmestu leyti notaðir á höfuðborgarsvæðinu."

„Undarleg er umræða manna um að taka upp byggðakvóta", segir enn fremur í fréttabréfi LÍÚ, og bent er á að um 90% íslenskra aflaheimilda eru utan höfuðborgarsvæðisins. „Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka upp byggðakvóta hljóta því að horfa til þeirra rúmlega 10% aflaheimilda, sem úthlutað er á höfuðborgarsvæðinu. Nema markmiðið sé að styrkja bara sumar byggðir úti á landi á kostnað annarra byggða þar."

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli