Frétt

mbl.is | 25.07.2003 | 11:08SI gagnrýnir vörugjöld á byggingarvörur

Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í grein á heimasíðu samtakanna að eftir því sem næst verði komist sé Ísland eina aðildarríki OECD sem leggur vörugjöld á lagnaefni, gólfefni og hreinlætistæki. Segir Sveinn að vörugjöld hafi lengi lagst með fullum þunga á hvers konar byggingarefni á borð við steypu, þakjárn, gler og málningu. Þessari skattlagningu hafi verið aflétt fyrir nokkrum árum en vörugjöld séu þó enn lögð á nokkrar vörur. „Það er með öðrum orðum talin sérstök ástæða til að skattleggja munaðarvörur á borð við baðker, klósett og gólfdúka,“ segir Sveinn.
Í greininni segir Sveinn að undanfarin ár hafa stór skref verið stigin í þá átt að lagfæra íslenska skattkerfið og færa það í átt við það sem tíðkast meðal annarra Evrópuríkja. Enn séu þó einkum þrír skattar á Íslandi sem skeri sig verulega úr í samanburði við skattkerfi nágrannaríkjanna. Þetta sé eignarskattur, þótt stigið hafi verið verulegt skref til lækkunar hans, stimpilgjöld sem mismuni lánsformum og lántakendum og truflar viðskipti og séu r öllum til óþurftar; og vörugjaldið sem sé sýnu verstur þessara þriggja skatta.

Sveinn segir að vörugjöld þekkist um allan heim að einhverju marki og það, sem skattlagt sé víðast hvar séu annars vegar bílar og eldsneyti en hins vegar áfengi og tóbak. Undanfarin ár hafi þróunin hins vegar verið sú að draga almennt úr sértækri skattheimtu af þessu tagi á aðrar vörur.

Vörugjöld aðalástæða hás matvælaverðs
Sveinn segir loks að í útgjöldum íslenskra heimila vegi vörugjöld af matvælum þó langþyngst. Menn hafi velt því mikið fyrir sér hvers vegna matvælaverð hér á landi sé svo miklu hærra en í nágrannalöndunum en afar sjaldan sé rætt um vörugjöld í því sambandi. Lausleg athugun, byggð á neyslukönnun Hagstofunnar frá árinu 1995 sýni að 17,4% af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar fóru til kaupa á matvælum. Þar af séu vöruflokkar sem beri vörugjöld um 6,1% eða um 35%.

Þar með sé því miður ekki öll sagan sögð. Þegar matarskatturinn svokallaði, 14% virðisaukaskattþrep, var tekinn upp, hafi illu heilli verið ákveðið, að sælgæti, sykur, kakó og flestar drykkjarvörur skyldu áfram bera 24,5% virðisaukaskatt. Út úr þessari skiptingu í æðri og óæðri matvæli verði auðvitað til alls konar einkennilegar afleiðingar eins og til dæmis sú staðreynd að íslenskt vatn án sykurs, sem sett sé á flösku, er skattlagt með 8 króna vörugjaldi á lítra og síðan með 24,5% virðisaukaskatti. Sykruð mjólk á sams konar flösku beri ekki vörugjald og lendi í 14% virðisaukaskatti.

„Nú er til umræðu að lækka virðisaukaskatt af matvælum. Fyrsta skrefið í þeirri breytingu ætti að vera að feta í fótspor Svía sem lagt hafa af sérstaka vörugjaldtöku á óáfenga drykki og sætindi. Svíar og aðrar Norðurlandaþjóðir skattleggja einnig allt sem ætt er í einu og sama virðisaukaskattþrepi. Það er einföld og framkvæmanleg regla. Það er gersamleg úr takt við tímann að skattyfirvöld á Íslandi stjórni því með skattlagningu hvað landsmenn borða. Hvers vegna á að skattleggja pilsner eða kolsýrt vatn sérstaklega umfram kaffi og mjólk. Af hverju er vörugjald og hærri virðisaukaskattur á súkkulaði en ekkert vörugjald og lægri virðisaukaskattur á feitu kjöti. Er ekki mál að slíkri forræðishyggju linni á nýrri öld?,“ segir Sveinn í grein sinni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli