Frétt

| 10.02.2001 | 10:15Þorskastríð

Í lögum um Landhelgisgæzlu Íslands eru skýr ákvæði um að varðskip skuli einkennd með nafni, auk skjaldarmerkis Íslands á áberandi stað. Sjómenn þekkja væntanlega hinar ströngu reglur sem gilda um merkingar íslenzkra skipa. Samkvæmt lögum skal á hvert skráð skip marka nafn þess, heimili og einkennisbókstafi. Sérstaklega er tekið fram, að bannað er að leyna nafni skips. Viðurlög við brotum eru þung: Hver sem lætur skip sigla án lögmætra merkinga eða leynir nafni þess skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Varðskipið Týr lá í höfn á Ísafirði yfir síðustu jól og fram yfir áramót. Í frétt á vef Bæjarins bezta 2. janúar sagði, að það hefði vakið athygli þeirra sem áttu leið um hafnarsvæðið, að hvergi væri hægt að sjá hvaða skip þetta væri. Einungis væri Landhelgisgæzlan á síðum skipsins en ekkert annað nafn eða númer sjáanlegt. Þegar leitað var upplýsinga og skýringa í höfuðstöðvum Gæzlunnar syðra voru svörin þessi: „Þetta er Týr. Við erum að breyta fyrirkomulagi bátanna á hlið skipsins. Þess vegna þurftum við að taka niður skilti með nafninu og ekki gafst tími til að setja þau upp aftur. Hann verður merktur í næstu ferð.“

Framangreind frétt var sett inn á vef Bæjarins bezta síðdegis þennan dag eða kl. 15.08 samkvæmt sjálfvirkri tímaskráningu sem fylgir hverri frétt. Rúmum tveimur tímum síðar eða kl. 17.25 var sett inn svohljóðandi frétt: „Ekki var liðinn langur tími frá því að hér á vefnum var greint frá nafnlausu varðskipi í höfn á Ísafirði þegar hringt var úr skipinu og sagt að nafnið væri komið upp...“

Með báðum fréttunum voru birtar nýjar myndir sem BB-menn höfðu tekið af skipinu. Á fyrri myndinni var skipið nafnlaust en á þeirri seinni var búið að hengja upp spjald með nafninu á. Það fór því ekki svo, að skipið yrði merkt „í næstu ferð“.

Síðan gerðist það fyrir viku, að maður nokkur átti leið um Ísafjarðarhöfn og sá þar varðskip. Nafnlaust. Enda þótt hann grandskoðaði skipið í krók og kring var ekkert nafn eða númer sjáanlegt, nema á björgunarhring sem á stóð Ægir. Maðurinn minntist Týs og merkingarleysis hans fyrir rúmum mánuði og hringdi í ljósmyndara Bæjarins bezta. Ekki var þá sjáanlegt neitt fararsnið á skipinu. Þegar ljósmyndarinn kom á vettvang nokkru síðar var skipið hins vegar farið úr höfn.

Ekki er vitað hvort snuður mannsins í kringum skipið hefur valdið hinni skyndilegu brottför. Allt eins er líklegt, að nú hafi þótt rétt að setja upp lögregluhúfurnar og kanna hvort bolvískir trillukarlar væru að láta einhver þorsksíli sleppa lifandi í sjóinn eina ferðina enn. Það er um að gera að fylgjast vel með því að allir hlíti lögunum. Enda nokkuð í húfi að mati alþingismanna sem setja lögin (bæði um þorsktitti og merkingar skipa) og ákveða refsingar við brotum á þeim.

Lágmarksrefsing við fyrsta brot, ef maður er staðinn að því að sleppa smátitti lifandi í sjóinn, hvort sem það er framið af gáleysi eða ásetningi, er fjögur hundruð þúsund króna sekt eða 80 daga fangelsi ef sektin er ekki greidd. Hámarksrefsingin er tíföld lágmarksrefsingin. Við annað brot tvöfaldast viðurlögin og við ítrekuð ásetningsbrot liggur allt að sex ára fangelsi við þessu athæfi.

Ætla verður, að Markús Guðmundsson trillukarl í Bolungarvík hafi ekki sleppt um fimmtíu smátittum lifandi í sjóinn af einskæru gáleysi. Hann hlýtur að hafa vitað hvað hann var að gera. Þess vegna virðist ljóst, að hann sleppur ekki með lágmarksrefsinguna, heldur verður það dómstóla að ákveða, hvar í refsirammanum milli 400 þúsund króna (eða 80 daga fangelsis) og tífaldrar þeirrar refsingar Markús Guðmundsson lendir.

Meðan réttað var yfir sakborningnum og trillukarlinum Markúsi Guðmundssyni í Héraðsdómi Vestfjarða í gær lá varðskip í höfn á Ísafirði og beið manna sinna. Mannanna sem annast löggæzlu á sjó. Mannanna sem fylgjast með því hvort trillukarlar sleppi lifandi smáfiskum aftur í sjóinn. Mannanna sem fylgjast með því hvort skip séu merkt samkvæmt lögum.

Skyldi varðskipið hafa borið nafn að þessu sinni?

Talið er, að Markús Guðmundsson hafi sleppt allt að fimmtíu þorsktittum lifandi í sjóinn. Talið er, að þyngd þessa afla, óslægðs upp úr sjó (og niður í hann aftur), geti hafa verið um 12 til 15 kíló. Því miður gátu varðskipsmenn ekki skýrt nákvæmlega frá lengd og þyngd hvers titts í vitnaleiðslunum. Í réttarhaldinu í gær kom fram, að þeir höfðu hvorki mælt þá né vigtað. Til þess hefðu blessaðir gæzlumennirnir orðið að elta þá uppi á sundi út um allan sjó.

Eða biðja Markús að veiða þá aftur

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli