Frétt

| 09.02.2001 | 23:45Léttúðugur höfrungur flækti sig í línunni hjá Jóni Eggert ÍS og var tekinn með í land

Bjarki Friðbergsson og Þórarinn Gestsson á Jóni Eggert ÍS við höfrunginn á bryggjunni í Bolungarvík. Mynd: Hafþór Gunnarsson.
Bjarki Friðbergsson og Þórarinn Gestsson á Jóni Eggert ÍS við höfrunginn á bryggjunni í Bolungarvík. Mynd: Hafþór Gunnarsson.
Skipverjarnir á Jóni Eggert ÍS í Bolungarvík komu með óvæntan aukaafla í drætti til hafnar. Þetta var höfrungur sem reyndist vega um 260 kíló. „Það var höfrungatorfa að þvælast í kringum okkur þegar við vorum að draga línuna á Kvíarmiðum“, sagði Þórarinn Gestsson skipstjóri. „Síðan beit einn á lóðina og flækti sig svo í línunni. Hann var orðinn særður þannig að við tókum hann á síðuna og skárum á hann. Það var mikið af skepnunni dregið þegar við drógum hana að. Lóðin var flækt í bægslin og rifið frá. Nei, það var ekki mikið líf í henni. Við settum hana fasta aftan í og slefuðum henni í land.“
Hins vegar sagði Þórarinn að mikið líf og fjör hefði verið í hvalavöðunni. „Þetta var talsverð vaða. Það er algengt að þeir séu í kringum bátana að stökkva og sýna sig. Annar bátur héðan lenti í því í fyrradag að skepna flækti sig en náði að losa sig. Þetta er orðið algengara núna en var áður.“

Að lokinni myndatöku fór höfrungurinn á fiskmarkaðinn í Bolungarvík en Þórarinn vissi ekkert hvað hann fengi fyrir hann. „Það virðist ekki vera neinn sérstakur spenningur fyrir þessu þó að ekki sé verið að veiða hval. Ég hringdi í fiskbúðir í Reykjavík og spurðist fyrir og þeir töluðu um að þeir myndu borga eitthvað um áttatíu krónur fyrir kílóið af kjötinu. Ætli þeir selji ekki svo á fimm eða sex hundruð krónur út úr búðinni. Annars veit ég ekkert meira um verðið.“

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli