Frétt

| 09.02.2001 | 15:23Mældur á 155 km hraða en kvaðst aðeins hafa verið á um 100 km hraða

Ungur maður í Bolungarvík var í dag dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til ökuleyfissviptingar og sektar fyrir að hafa ekið á allt að 148 km hraða á Þuríðarbraut, skammt utan þéttbýlisins í Bolungarvík, þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km á klst. Brotið var framið fyrir tæpu ári en þá var pilturinn 18 ára. Ákærði kvaðst ekki hafa ekið hraðar en á um tæplega 100 km hraða á klukkustund í greint sinn og krafðist þess að sér yrði einungis refsað með sekt með tilliti til þess. Dómurinn taldi hins vegar nægilega sannað að ákærði hafi ekið á allt að 148 km hraða í greint sinn, eins og honum var gefið að sök. Að teknu tilliti til vikmarka var ekki var ákært fyrir hraðari akstur en 148 km á klukkustund enda þótt samkvæmt ratsjármælingu hafi hraðinn verið meiri.
Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns var hann við almennt eftirlit á lögreglubifreið þegar þetta gerðist. Ók hann eftir Þuríðarbraut til suðurs á móts við söluskála Skeljungs. Sá hann þá bifreið ekið norður þjóðveg 61 við afleggjarann að Syðri-Dal og fram úr bifreið. Opnaði hann fyrir geisla ratsjárinnar til að mæla hraða bifreiðarinnar og segir í skýrslu sinni að þá hafi talan 155 birst á skjá ratsjárinnar. Festi hann töluna 153 á skjáinn, stöðvaði síðan för ákærða og kallaði til varðstjóra. Sýndi hann þeim báðum niðurstöðu mælingarinnar á ratsjárskjánum. Þess er getið í skýrslunni að ratsjáin hafi verið prófuð bæði fyrir og eftir mælinguna.

Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann og sá sem ók þeirri bifreið sem hann ók fram úr hafi báðir verið á leið til Bolungarvíkur þar sem þeir ætluðu að skilja bifreið ákærða eftir. Hann hafi ákveðið að aka fram félaga sínum, sem hafi ekið á um 75-80 km hraða miðað við klukkustund. Hafi þá verið um einn km í lögreglubifreiðina. Hafi hann séð leifturljós hennar er hann var kominn samhliða bifreiðinni sem hann ók fram úr. Ákærði staðfesti að sér hafi verið sýnd talan á skjá ratsjárinnar en neitaði ávallt staðfastlega að hafa ekið hraðar en á um 100 km/klst.

Lögreglumaðurinn lýsti atvikum mjög á sama veg í skýrslu sinni fyrir dómi og í frumskýrslu sinni. Hann kvaðst hafa farið á námskeið í hraðamælingum með ratsjá árið 1987 og starfað sem lögreglumaður með hléum síðan. Hafi hraðamælingar ætíð verið snar þáttur í starfi hans sem lögreglumanns. Staðfesti hann að hafa prófað ratsjána áður en mæling fór fram og tekur fram að annar lögreglumaður hafi verið verið kvaddur til eftir mælinguna og ratsjáin prófuð af þeim báðum. Hafi hún í bæði skiptin reynst í fullkomnu lagi. Langdrægni ratsjárinnar kvað hann nægja til þess að hraðamælingar séu öruggar innan 2 km fjarlægðar. Hann taldi að bifreið ákærða hafi verið í 500-600 m fjarlægð þegar mæling var gerð og að hún hafi þá verið komin aðeins fram úr hinni bifreiðinni.

Í dómnum segir síðan:

„Löng reynsla er af hraðamælingum með ratsjá hér á landi og hefur almennt ekki þótt varhugavert að byggja á niðurstöðum þeirra. Samkvæmt framburði lögreglumannsins sem mældi hraðann í greint sinn hefur hann kunnáttu til slíkra mælinga og reynslu af þeim. Eru ekki efni til að vefengja þann framburð þótt ekki liggi fyrir gögn til staðfestingar honum. Lögreglumaðurinn festi mældan hraða á skjá ratsjárinnar og er ekki umdeilt að hann sýndi ákærða tölu á skjánum, auk þess sem hann kallaði annan lögreglumann til, í því skyni að staðfesta hana.

Þótt nokkur munur sé á þeirri fjarlægð sem ákærði og lögreglumaðurinn telja að hafi verið á milli bifreiðar ákærða og lögreglubifreiðarinnar er mælingin var gerð, hafa ekki verið leiddar líkur að því að fjarlægðin hafi verið svo mikil að dragi úr áreiðanleika mælingarinnar. Af sjálfu leiðir að ákærði hefur ekið hraðar en þeirri bifreið sem hann ók fram úr var ekið er mælingin var gerð og verður með það í huga ekki ályktað með skynsamlegum hætti að mælingin sé óáreiðanleg vegna þess að ákærði var að aka fram úr annarri bifreið er mæling var gerð. Hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til að ranglega hafi verið staðið að mælingunni. Telur dómurinn samkvæmt þessu nægilega sannað að ákærði hafi ekið á allt að 148 km hraða í greint sinn, eins og honum er gefið að sök, og varðar háttsemi hans við tilgreind ákvæði umferðarlaga í ákærunni.“

Refsing ákærða þótti hæfilega ákveðin 30.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem skal greiðast innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja, en ákærði sæta 6 daga fangelsi ella.

Síðan segir í dómnum:

„Ákærði ók í ofangreint sinn fram úr annarri bifreið án tilefnis er skammt var að þéttbýlismörkum, þótt þeirri bifreið væri ekið svo hratt sem lög leyfa, eða hraðar. Jók hann við það hraðann upp í allt að 148 km á klukkustund, á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Þykir hann með þessu hafa orðið sekur um mjög vítaverðan akstur vélknúins ökutækis. Be

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli