Frétt

Leiðari 29. tbl. 2003 | 23.07.2003 | 09:27Fyrirtæki á landsbyggðinni

Fyrirhugað samstarf ísfirska fyrirtækisins Póls hf við bandaríska fyrirtækið FoodCraft, um markaðssetningu og dreifingu á tækjabúnaði Póls til kjúklingaframleiðenda í Norður-Ameríku, er ánægjuefni og enn ein sönnun þess, að fyrirtæki á landsbyggðinni eiga ekki síður en önnur möguleika á að ná fótfestu á mörkuðum erlendis. Ísfirsku fyrirtækin Póls hf og 3X-Stál ehf., eru svo sannarlega í þeim hópi íslenskra iðnfyrirtækja, sem gert hafa strandhögg erlendis á undanförnum árum og náð eftirtektarverðum árangri.

Velgengni þeirra ísfirsku fyrirtækja, sem hér hafa verið nefnd til sögu er fagnaðarefni. Þessu ber líka að halda á lofti öðrum til ábendingar. Velgengni fyrirtækja á erlendum mörkuðum er ekki háð staðsetningu í þéttbýliskjarnanum við Faxaflóa. Þvert á móti. Mörg fyrirtæki skortir hagstætt rekstrarumhverfi, t.d. hvað húsnæði varðar, en sá þáttur er oft fyrirferðarmikill í rekstri framleiðufyrirtækja. Á þessum vettvangi hefur áður verið á það bent að við eigum af fullri einurð og krafti að vinna að því að fá fyrirtæki til bæjarins.

Póls hf., er meðal þeirra landsbyggðafyrirtækja sem sannað hafa ágæti sitt á alþjóða mörkuðum. Við þurfum á fleirum að halda.

Margt er það í koti karls

Sýning á ljósmyndum Sigurgeirs heitins Halldórssonar, Geira í Vallarborg, í Tjöruhúsinu á Ísafirði, er rökrétt framhald þeirrar framsýni niðja hans að halda til haga öllum þeim fjölda ljósmynda, sem hann lét eftir sig. Af upplýsingum um ljósmyndasafnið má ráða, að þar sé að finna heimildir um líf og störf sjómannsins á hafi úti á þeim áratugum síðustu aldar, þegar aðdragandi mestu framfara í útgerð hér á landi átti sér stað, en Sigurgeir, sem lengst af ævi sinnar var sjómaður, lést á sama ári og fyrsti skuttogarinn kom til Ísafjarðar. Auk þess er í safninu að finna sæg mynda af samferðamönnum Sigurgeirs.

Ljósmyndir Sigurgeirs eru heimildir um fyrri tíma fólk þegar lífið var fiskur og allt stóð og féll með því, sem tókst að sækja í greipar Ægis hverju sinni.

Vart var hægt að heiðra minningu þessa óbreytta alþýðumanns, sem ætíð hafði myndavélina við hendina og hafði auga fyrir fólki, lífi þess og störfum, betur en með sýningunni á myndum hans í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Sannast þar enn, að margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni.
s.h.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli