Frétt

kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 23.07.2003 | 09:22Eru þær kannski farnar?

Eiríkur B. Einarsson.
Eiríkur B. Einarsson.
Hafa menn nýlega orðið varir við þessar fjórar F16 orrustuvélar sem eiga að vera á Keflavíkurflugvelli, eða eru þær kannski bara farnar? Eins og björgunarþyrlurnar sem sendar voru til Sierra Leone í Afríku án þess að nokkur yrði þess var á Íslandi fyrr en mörgum dögum eftir að þær fóru. Bandaríkjamenn segja reyndar að þær séu á leiðinni heim aftur. Sjáum til.
Af framferði Bandaríkjamanna að dæma síðustu vikurnar og misseri; bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum, kæmi nú ekkert sérstaklega á óvart þótt við vöknuðum upp við það einn daginn að þessar blessuðu flugvélar væru bara farnar, - án þess að nokkrar viðræður um það hefðu farið fram. Og kannski fréttum við ekki af því fyrr en nokkrum dögum síðar eins og gerðist með þyrlurnar.

Trúir vinum sínum

Burtséð frá því hvaða afstöðu menn kunna að hafa til stjórnvalda á Íslandi eða í Bandaríkjunum þá er það auðvitað argasti dónaskapur af Bandaríkjamönnum að koma á fund forsætisráðherra viku fyrir kosningar og tilkynna honum þar að herinn sé að fara. Hægrimenn á Íslandi hafa alltaf litið á sig sem sérstaka vini Bandaríkjanna og nú þegar hægrimenn eru líka við stjórn í Bandaríkjunum hafa þeir talið að sérstakt vinasamband sé á milli ríkjanna.

Það hlýtur eiginlega að vera þess vegna sem íslensk stjórnvöld ákváðu – í trássi við vilja landsmanna - að vera á þessum skelfilega lista yfir þau ríki sem studdu árásina á Írak. Þeir trúðu einfaldlega vinum sínum í Washington að Saddam ætti svo hræðilega mikið af stórhættulegum gereyðingarvopnum að nauðsynlegt væri að afhöfða hann og ríkisstjórn hans hið allra fyrsta og með öllum ráðum. Sem síðan reyndist ekki rétt. Enn bólar ekkert á gereyðingarvopnum og ráðamenn í Bandaríkjunum telja það orðið litlu máli skipta.

Yfirgefnir á Íslandi

En semsé; nú hefur líka komið í ljós að hægrimenn í Bandaríkjunum eru engir vinir Davíðs og Björns, hvað þá Halldórs. Vinskapurinn var bara í aðra áttina. Það er auðvitað sárt fyrir íslenska hægrimenn að upplifa. Ég skil það vel. Eftir situr Davíð eins og forsmáð unnusta sem hefur verið yfirgefin. Auðvitað vill hann ræða málin. En fær ekki einu sinni að tala við Bush í síma. Kemst ekki í gegnum skiptiborðið í Hvíta húsinu.

Um leið er pólitískt landslag á Íslandi gjörbreytt. Varnarliðsmálið og aðildin að NATO hefur verið eitt helsta pólitíska átakamálið á lýðveldistímanum. Nú er það úr sögunni. Herinn er að fara, - sjálfur. Hvað sem tautar og raular.

Kristallast í hnífstungumálinu

Þessi breytta staða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna kom bersýnlega í ljós í hnífstungumálinu. Varnarliðsmenn voru í fríi í Reykjavík að skemmta sér um miðja nótt og stungu Íslending með hnífi. Einn þeirra var handtekinn. Bandaríkjamenn heimtuðu lögsögu í málinu en fengu ekki. Enda var maðurinn ekki við skyldustörf.

Einhverja undarlegra hluta vegna ákvað ríkissaksóknari þó að flytja manninn í skjóli nætur á yfirráðasvæði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem átti að vista hann í gæsluvarðhaldi. Herlögreglumenn Varnarliðsins tóku á móti honum og settu í járn. En um leið og íslensku löggæslumennirnir snéru frá þá var hnífstungumaðurinn einfaldlega leystur úr járnum, klappað á bakið og hleypt út frjáls ferða sinna. Í þessu litla atviki kristallast málið. Bandaríkjamönnum er skítsama um hvað öðrum finnst. Fara bara sínu fram.

Kannski ætti þetta ekkert að koma svo geysilega mikið á óvart. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur nefnilega látið hafa eftir sér að Bandaríkin þurfi ekki lengur á vinum að halda. Í heimi tveggja stórvelda þarf maður vini, segir Rumsfeld, en þegar heimsveldið sé bara eitt er vinfengi við önnur ríki bara til trafala. Svona er nú veröldin í dag.

Eiríkur Bergmann Einarsson

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli