Frétt

| 08.02.2001 | 12:45Sóknarfæri Vestfirðinga

Á frjálsum markaði ræðst verðlag á vörum og þjónustu af hlutfallinu milli framboðs og eftirspurnar. Í ljósi nýjustu frétta virðist sem framboð á leiðtogum sé mjög að aukast hér vestra, en í gær og í dag hafa verið boðuð tvö ný framboð í næstu kosningum. Þegar þess er jafnframt gætt að kjósendum fækkar stöðugt, þá má ætla að leiðtogaverð fari lækkandi. Þetta er hagstætt fyrir kjósendur, sem geta þá fengið leiðtogana á betri kjörum en áður.

En á þessu eru fleiri hliðar. Um langan aldur hafa Vestfirðingar verið ein helsta útflutningsvaran frá Vestfjörðum. Þessi vörutegund heitir einu nafni Brottfluttir Vestfirðingar. Einhver veigamesti pósturinn í þessum útflutningi (a.m.k. sá hávaðasamasti á meðan ekki er sett hér á fót sprengiefnaverksmiðja) hefur verið fjölmennur hópur stjórnmálaleiðtoga á landsvísu.

Í ljósi hins mikla framboðs af framboðum, sem áður var getið, virðist nú sem ný sóknarfæri á Vestfjörðum séu handan við hornið. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða mætti huga að því að koma á fót umboðsskrifstofu og markaði fyrir pólitíkusa. Þetta gæti verið í líkingu við blöndu af fiskmarkaði og umboðsmennsku fyrir hljómsveitir. Ef stjórnmálaflokk vantar t.d. sjónvarpsvænan og sísmælandi kvenkyns varaformann, eða þá þungbrýndan og landsföðurlegan og traustvekjandi þumbara sem ber alla heimsins ábyrgð, a.m.k. utan á sér á almannafæri, þá gæti Leiðtogamarkaður Vestfjarða ehf., Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður, leyst málið. Eða vantar kannski mann sem getur sundrað stjórnmálaflokki og stofnað annan á nó tæm? Bara nefna það.

Ef þessi hugmynd kæmist í framkvæmd myndi létta á fyrirsjáanlegu offramboði hér vestra í næstu kosningum. Verð á pólitíkusum félli ekki eins mikið en það kæmi sér vel fyrir þá sem hafa áður fjárfest á þeim vettvangi. Snöggar sveiflur á mörkuðum eru óheppilegar, þegar á heildina er litið. Hæfileikar Vestfirðinga og reynsla þeirra af því að stjórna málum farsællega heima í héraði myndu nýtast á landsvísu. Og Vestfirðingar fengju gjaldeyristekjur í formi umboðslauna fyrir að útvega leiðtoga með nákvæmlega þeirri ímynd sem vantar hverju sinni.

Viðauki (ítarefni)

Hér skulu nefnd af handahófi nokkur dæmi um ráðherra sem komið hafa frá Vestfjörðum eða verið af römmum vestfirskum ættum nema hvort tveggja sé. Margt af þessu fólki hefur gegnt formennsku eða varaformennsku í stjórnmálaflokkum og nokkrir gegnt embætti forsætisráðherra.

Þar má byrja á fyrstu ráðherrum Íslendinga eftir að þeir fengu heimastjórn, þeim Hannesi Hafstein, áður sýslumanni Ísfirðinga, og Birni Jónssyni ritstjóra frá Djúpadal í Gufudalssveit. Síðan má nefna feðgana Hannibal Valdimarsson og Jón Baldvin Hannibalsson, feðgana Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson, Ásgeir Ásgeirsson, Björn Þórðarson, Kristin Guðmundsson, Finn Jónsson, Gunnar Thoroddsen og Auði Auðuns, sem einnig voru bæði bæjarstjórar í Reykjavík, Matthías Bjarnason, Sverri Hermannsson, Ólaf Ragnar Grímsson, Ragnar Arnalds, Magnús Torfa Ólafsson, Össur Skarphéðinsson, Óla Þ. Guðbjartsson, frændurna Harald Guðmundsson og Jón Sigurðsson, Rannveigu Guðmundsdóttur og Sighvat Björgvinsson.

Ef til vill er ekki furða þótt sagt hafi verið, að það hafi einmitt verið lán Vestfirðinga að þetta lið skyldi hafa farið suður í ráðherrastóla. Að líkindum hefði verið nokkuð róstusamt á Vestfjörðum og fremur hávaðasamt ef þessi mannfagnaður hefði allur setið í héraði og barist þar innbyrðis um sæti í hreppsnefndinni.

Þess má einnig geta, að Sveinn Björnsson, sonur Björns frá Djúpadal, var fyrsti forseti Íslands og áður ríkisstjóri þótt hann væri aldrei ráðherra. Síðast en ekki síst má nefna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann er hinn eini sanni Jón forseti, enda þótt hann hafi hvorki verið ráðherra né forseti – nema forseti Alþingis og forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags o


bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli