Frétt

| 07.02.2001 | 17:38Endingargóður í boltanum

Kurt Meyer.
Kurt Meyer.
Glæsilegasta mark janúarmánaðar í Þýskalandi skoraði Kurt Meyer hjá Blau-Weiss Recklinghausen í leik gegn FC Hillerheide, samkvæmt ótvíræðu vali áhorfenda hjá ríkissjónvarpsstöðinni ARD. Þessi mánaðarlega kosning hefur lengi verið fastur liður hjá stöðinni en aldrei áður hefur knattspyrnumaður á níræðisaldri komist þar á blað. Meyer fékk 65,1% atkvæða en næstur kom Jörg Böhme hjá Schalke með 13,1%. Aðrir sem atkvæði hlutu voru Yildiray Bastürk hjá Bochum, Rainer Scharinger hjá Ulm og landsliðsmaðurinn Michael Ballack hjá Bayer Leverkusen. Meyer verður heiðraður fyrir markið í íþróttaþætti á ARD á sunnudag.

Meyer, sem leikur í sókninni vinstra megin, fékk þversendingu utan af hægri kanti, tók við boltanum með hælnum á hægri fæti og þrumaði síðan með sama fæti viðstöðulausum og gersamlega óverjandi bananabolta af 16 metra færi í bláhornið uppi. Þegar fréttamenn spurðu Meyer hversu lengi enn hann ætlaði að spila, þá svaraði hann og glotti: „Þangað til ég verð hundrað ára, ef Guð lofar.“ Meyer er ekki aðeins elsti knattspyrnumaðurinn sem skorar glæsilegasta mark mánaðarins í Þýskalandi, heldur mun hann einnig vera elsti leikmaðurinn sem enn spilar á fullu í þýska fótboltanum. Hann varð áttræður í síðasta mánuði og þegar hann skoraði markið góða var hann kominn á níræðisaldur.

Kurt Meyer hefur verið óvenjulega heppinn hvað meiðsli varðar. Á sjötíu ára knattspyrnuferli hefur hann aðeins einu sinni meiðst svo heitið geti. Auk þess að spila sjálfur var Meyer knattspyrnuþjálfari um 35 ára skeið en er nú hættur þjálfun. Frægasti knattspyrnumaðurinn sem hann hefur þjálfað er Martin Max, sem var markakóngur í efstu deild á síðasta leiktímabili eftir að hann kom til 1860 München frá Schalke.

Meyer reykir ekki en honum þykir gott að fá sér í glas. Hann kveðst jafnan hafa sagt lærisveinum sínum í fótboltanum frá leyndardómi sínum: Þið skuluð alls ekki reykja en hins vegar óhikað fá ykkur einn lítinn. Það fer út með svitanum en reykurinn situr eftir í líkamanum.

Knattspyrnuferill Meyers byrjaði í unglingadeildinni, sem þá var, árið 1931 þegar hann var tíu ára. Þess má geta til að átta sig betur á tímanum sem liðinn er, að þá var Hitler ekki enn kominn til valda í Þýskalandi og Ríkisútvarpið á Íslandi var á öðru aldursári. Í stríðinu fékk hann skot í öxlina (þ.e. byssuskot, ekki markskot) og hefur ekki haft fullt gagn af handleggnum síðan. Hann minnist vel tímans fyrst eftir stríð, þegar hallærið var svo mikið að menn urðu að spila í svitabolum námamanna vegna þess að ekki voru til neinar knattspyrnutreyjur.

Í marga áratugi var Kurt Meyer varnarmaður. Á seinni árum hefur hann hins vegar yfirleitt spilað í sókninni og skorað margt glæsimarkið.

Væri ekki athugandi fyrir forráðamenn knattspyrnumála hér vestra að leita eftir gamalreyndum jaxli frá útlöndum, líkt og gert er í körfunni? Hitt er annað mál, hvort Kurt Meyer liðist hér að fá sér einn gráan áður en flautað er til leiks.

Heimildir:
WDR, fréttavefur.
Der Spiegel, fréttavefur.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli