Frétt

Einar Kristinn Guðfinsson | 18.07.2003 | 16:58Við erum komin í sókn

Einar Kristinn Guðfinsson.
Einar Kristinn Guðfinsson.
Þrennar jákvæðar fréttir hafa borist okkur af vettvangi ferðamála sem ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á. Í fyrsta lagi eru komnar fram tölur um komu ferðamanna til landsins í maí, nýbirtar eru tölur um komu ferðamanna í júní og loks af verðlaunum sem fulltrúi Ferðamálaráðs tók við á dögunum; viðurkenningu fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Allt eru þetta fréttir sem eru uppörvandi, gefa til kynna að við séum á réttri leið - sókn - og staðfesta að markaðsátak það sem við gerðum í kjölfar hremminganna þann 11. september árið 2001, hefur borið árangur.

50 prósent aukning frá Bretlandi
Ef við lítum nú á tölur um komu ferðamanna og skoðum fyrst maí mánuð. Þá blasir við að aukning er í komu ferðamanna á milli ára. Í maí í fyrra komu 18.800 erlendir ferðamenn til landsins en voru 20.400 í maímánuði á þessu ári. Þetta er fjölgun um 8,4%. Langstærsta stökkið tekur Bretland. Fjölgun á komum ferðamanna þaðan er 52,9%. Um ástæður aukningarinnar í Bretlandi má eflaust hafa mörg orð. Sigrún Hlín Digurðardóttir markaðsstjóri Ferðamálaráðs í Bretlandi rekur það meðal annars til mikillar umfjöllunar um Ísland í breskum fjölmiðlum. Þá hefur koma nýrrar Norrænu hleypt lífi í markaðinn og viðbótin sem Iceland Express skapaði og raunlækkun ferðakostnaðar í kjölfarið hefur augljóslega einnig mikið að segja.

Júní er uppörvandi
Tölurnar fyrir júní mánuð voru ekki síður ánægjulegar. Erlendu ferðamennirnir sem til landsins komu voru 33.700 á móti 32.200 í fyrra. Þetta er aukning upp á 5%. Ánægjulegt er einnig að sjá að þessi aukning kemur víða að. Bretland er með 29% aukningu og Danmörk með 27% aukningu. Aukningin frá Þýskalandi er 23% og frá Bandaríkjunum 2%.

Greinilegt er að Þýskaland er að sækja í sig veðrið eftir samdrátt í vor. Efnahagsaðstæður í Þýskalandi hafa verið slakar, bráðlungnabólgan hafði vond áhrif á ferðamarkaðinn almennt. En eins og Haukur Birgisson forstöðumaður Ferðamálaráðs í Þýýskalandi hefur sagt þá er skipuleg markaðsvinna, miklar heimsóknir fjölmiðlamanna til Íslands og gott almennt markaðsstarf nú að skila sér. Ferðamenn frá Þýskalandi voru næst fjölmennasti hópurinn sem hingað til lands kom í júní.

Sama er um Bandaríkin að segja. Einar Gústafsson forstöðumaður Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum hefur sagt að við munum ná því til baka sem tapaðist vegna ytri áfallanna sem ferðaþjónusta á Norður Ameríkusvæðinu varð fyrir. Nú er það að koma á daginn. Frerðamönnum frá Bandaríkjunum fjölgaði og þeir voru fjölmennasti hópurinn sem kom hingað til lands í júní.

Mikil upphefð og viðurkenning
Loks en alls ekki síst er að nefna ákaflega ánægjulega og merkilega viðurkenningu sem Ferðamálaráð Íslands fékk á dögunum. Bresku blöðin The Guardian og The Observer völdu Ísland sem "Uppáhalds Evrópulandið" Þessi verðlaun eru afar eftirsótt og hafa verið veitt á ári hverju undanfarin 17 ár. Byggjast verðlaunin á vali lesenda og á reynslu þeirra af heimsóknum til einstakra landa. Verðlaunin nú eru því til marks um ánægju lesenda þessar bresku stórblaða á heimsóknum hingað til lands, í samanburði við heimsóknir til annarra landa. Það eru ferðamennirnri sjálfir sem eru að kveða upp dóminn.

Þetta hefur þegar haft mikil áhrif. Starfsfólk Ferðamálaráðs hefur þegar orðið vart við aukinn áhuga. Umfjöllun í þessum blöðum um Ísland hefur verið áberandi. Þetta gerist svo í kjölfar þess að aldrei hefur verið auðveldara né ódýrara að ferðast til Íslands frá Bretlandseyjum en einmitt núna

Sóknin var besta vörnin
Af öllu þessu má sjá að íslensk ferðaþjónusta er í sókn. Við höfum fengið okkar skerf af erfiðleikum. Nú erum við að reyna að rífa okkur út úr samdráttarástandi og tölurnar um maí og júní og viðurkenningin frá Bretlandi eru meðal dæma um að slíkt sé að takast.

Við gerðum greinilega hárrétt í því að snúa vörn í sókn þegar bjátaði á í ferðamálunum. Markaðssóknin er að skila árangri. Við eigum að láta slíkar fréttir hleypa okkur kappi í kinn og sækja enn á. Möguleikarnir eru miklir í íslenskri ferðamennsku, stjórnvöld hafa með markvissari og myndarlegri hætti stutt við bakið á ferðaþjónustunni en áður, kunnátta í greininni hefur aukist og afþreyingarmöguleikunum fjölgað. Ferðaþjónustan er því íslensk framtíðaratvinnugrein.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli