Frétt

| 07.02.2001 | 16:46Flutningur starfa út á land

Oft hefur verið á það bent að lítið hafi verið mark takandi á yfirlýsingum alþingismanna og ríkisstjórnar um flutning starfa frá Reykjavík og út á land. Því er vert að geta þess sem vel er gert. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sýnir í verki hug sinn til landsbyggðarinnar. Ein af helstu stofnunum er undir hann heyra, Vegagerðin, er nú að flytja þjónustudeild sína til Ísafjarðar og þar verður svarað í síma. Þjónustudeildinni fylgja fjögur störf og verða þau væntanlega vel þegin.

Með framtaki samgönguráðherra er augljóst að vilji er allt sem þarf. Eitt helsta vandamál Reykvíkinga og nágranna varðandi atvinnulífið er skortur á vinnuafli og dýrt atvinnuhúsnæði. Hvorugt er uppi á teningnum á Vestfjörðum. Hér eru það fremur samgöngurnar, sem eru mörgum þyrnir í augum. Á hinn bóginn hefur oft verið bent á þá staðreynd að vegakerfið hefur batnað á Vestfjörðum. Breytingunum verður einna helst líkt við byltingu. Fyrir áratug óku menn ekki á milli Ísafjarðar og annarra landshluta ótilneyddir að vetrarlagi. Nú er það raunhæft val, flug eða bíll. Vegir hafa batnað svo mikið að samgöngur á sjó eru að leggjast af. Vara er flutt með bílum og póstur sömuleiðis. Póstferðir og ferðir flutningabíla falla mun sjaldnar niður en flug. En auðvitað vilja íbúar hér betri vegi. Hér sannast hið fornkveðna, framfarir kalla á enn meiri framfarir.

Kjarni þess sem hér er vikið að er einfaldlega sá, að vinnuafl og ódýrt húsnæði er til á Vestfjörðum. Sú staðreynd kallar á hugmyndir um annars konar nýtingu en fyrr. Gott dæmi er framtak þeirra er stýra 3X Stál á Ísafirði. Frammi fyrir nauðsyn á stærra húsnæði völdu þeir ónotaða rækjuverksmiðju. Sá kostur reynist mun ódýrari en hefði verið farin sú leið að afla húsnæðis syðra og flytja reksturinn. Þetta val er einnig opið fyrirtækjum, sem nú starfa annars staðar á landinu. Þrautin er aðeins ein, að koma hugmyndinni rækilega á framfæri.
Ríkisvaldið hefur sjáanlega staðið mun betur að verki í dæminu að framan en sveitarstjórn. Reyndar kann að vera að bæjarstjórn sinni að einhverju leyti þessu starfi, að fá störf á vegum ríkisins flutt hingað. Ekki ber þó á því ef frá eru talin kosningaloforð, sem virðast svo liggja í skúffum milli kosninga. Nú er ekki nema rúmt ár í næstu kosningar til sveitarstjórna. Sveitarfélagið þarf að sinna því að auglýsa kostina sem í því búa, bæði fólk, húsnæði, skóla og annan mannúðlegan aðbúnað. Grunnskólinn á Ísafirði er í sókn. Menntaskólinn býður ýmsa möguleika. Enn skortir þó á möguleika til fjarnáms. Á þeim vettvangi er þörf mikils átaks.

Samgönguráðherra og Vegagerðin eru hvött til dáða og hin ráðuneytin einnig. En heimavinna heimamanna er eftir. Í heimi auglýsinga og stöðugrar baráttu um athygli fólks er Vestfirðingum lífsnauðsynlegt að halda fram sínum hlut í þessum efnum sem öðrum. Starfsmenn fyrirtækja, sem með þeim flyttu, ættu kost á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði, góðum skólum og gefandi mannlífi, auk margs annars. Það er nokkurs virði.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli