Frétt

Sælkeri vikunnar – Edda Arnholtz | 18.07.2003 | 15:54Eldað úr afurðum nánasta umhverfis

Edda Arnholtsdóttir.
Edda Arnholtsdóttir.
Mér finnst gaman að elda úr því sem náttúran í kringum mig gefur af sér. Við hjónin höfum verið svo heppin að komast í sjóstangaveiði undanfarin sumur á Dýrafirði og veitt margan þorskinn. Ég borða helst aldrei ýsu en þorskurinn er mitt uppáhald. Kannski eimir eftir af danska uppeldinu en þar er þorskurinn hátíðamaturinn á gamlárskvöld. Þá er rabarbarinn í miklu uppáhaldi. Hann er ómissandi í sultu og ekki síður nýr í kökur, gefur hressandi og gott bragð. Valdimar maðurinn minn kemur helst ekki nálægt eldamennsku en er góður í uppvaskinu, betri en uppþvottavél, því hann raðar líka í skápana. Hér á eftir koma þrjár auðveldar og fljótlegar uppskriftir sem allir geta notfært sér.
Dýrafjarðarþorskur með hollenskri sósu
2 þorskflök beinhreinsuð og roðflett
Bónus-sítrónupipar eftir smekk
1 pk Toro hollensk sósa
75 g smjör
3 dl mjólk

Þorskurinn er skorinn í hæfilega bita og sítrónupipar stráð á báðum megin. Bitunum er raðað í smurt eldfast mót. Smjörið brætt í potti og Toro sósan hrærð saman við ásamt mjólkinni. Látið suðuna koma upp. Hellið sósunni yfir fiskinn í mótinu og setjið lok eða álpappír yfir. Bakað í ofni við 200°C í hálfa klukkustund. Borið fram með soðnum kartöflum og e.t.v. góðu votheyi (hrásalati) og íslensku vatni.

Rabarbarakaka með marsipani
2 egg
¾ dl matarolía (ég nota sólblómaolíu)
1 ½ dl sykur
1 ½ dl hveiti
1 tsk lyftiduft

300 g rabarbari
3 msk sykur
1 msk kartöflumjöl

100 g marsipan
1 eggjahvíta

Best er að byrja á því að skera rabarbarann í litla bita.
Egg, sykur og matarolía er þeytt saman. Blandið hveiti og lyftidufti og hrærið saman við eggjahræruna. Setjið í smurt hringmót með lausum botni. Þá er kartöflumjöli og sykri blandað saman við rabarbarann og dreift yfir deigið í mótinu. Hrærið marsipani og eggjahvítu vel saman og dreifið yfir rabarbarann. Bakið á neðstu rim í ca. 45 mínútur við 175°C.

Rabarbarakakan er góð ein sér eða með þeyttum rjóma eða ís til hátíðabrigða.

Sænskar hveitibollur
5 dl léttmjólk
1 pk þurrger (ég nota oftast 1½ til 2 pk)
1 ½ dl matarolía
½ tsk salt
1 dl sykur
ca. 15 dl hveiti (geyma 1 dl til að hnoða upp í ef þarf)
1 samanpískað egg

Blandið hveiti, salti, sykri og þurrger saman í skál. Mjólk og olía er hituð í 45-50°C (þurrger þarf meiri hita en blautger). Blandað saman við hveitið og hrærið og hnoðið lauslega saman. Látið deigið lyfta sér undir loki á volgum stað í u.þ.b. 40 mínútur. Hveitið sem eftir var er hnoðað saman við, ef þarf (deigið má ekki verða of þurrt), og búnar til ca. 40 bollur. Látið bollurnar lyfta sér undir léreftsdúk í u.þ.b. 20-30 mínútur. Penslið þær með eggi og bakið í 10 mínútur við 225-250°C á næst neðsta rim.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á Elsu Maríu Thompson, leikskólakennara, á Gemlufalli í Dýrafirði að töfra fram næsta matseðil.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli