Frétt

| 07.02.2001 | 15:42Ætla að bjóða fram í næstu kosningum og stefna að hreinum meirihluta í bæjarstjórn

Jón F. Þórðarson.
Jón F. Þórðarson.
„Við ætlum að bjóða fram þverpólitískan lista í Ísafjarðarbæ í næstu bæjarstjórnarkosningum og stefnum að hreinum meirihluta. Fólk virðist ekki lengur hafa trú á pólitískum listum“, segir Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður á Ísafirði. Annað kvöld verður haldinn undirbúningsfundur til þess að kjósa framkvæmdanefnd fyrir Heimastjórnarsamtökin, eins og hinn nýi félagsskapur á að heita. Að sögn Jóns verður hlutverk nefndarinnar að undirbúa formlegan stofnfund samtakanna sem verður auglýstur síðar.
„Félagssvæði Heimastjórnarsamtakanna verður fyrst og fremst Ísafjarðarbær en hér verður þó um að ræða þverpólitísk baráttusamtök fyrir betri byggð á Vestfjörðum öllum“, segir Jón. „Við ætlum að berjast gegn miðstýringu sem alltaf fer vaxandi og nú má heita að öllu sé stjórnað úr ráðuneytum í Reykjavík. Yfirráð utanhéraðsmanna yfir atvinnufyrirtækjum á landsbyggðinni hafa yfirleitt gefist illa og haft þær afleiðingar, að þeim er lokað fyrirvaralaust og fólkið er skilið eftir án atvinnu. Bæjaryfirvöld láta sig atvinnumál litlu skipta en þau eru þó hornsteinn undir fólksfjölgun og auknum tekjum fyrir skulduga sveitarsjóði. Ekki er ætlast til að bæjarfélagið sjálft fari að standa í atvinnurekstri en með hvetjandi aðgerðum mætti laða að atvinnurekendur. Vegna stjórnvaldsaðgerða er húsnæði á landsbyggðinni orðið verðlítið eða verðlaust og það teljum við mannréttindabrot.

Við viljum að Orkubúið verði áfram í höndum heimamanna. Afleiðingar af sölu þess yrðu meðal annars að raforkuverð myndi hækka, störfum myndi fækka og fólk flytjast burt. Yfirráð orkumála myndu flytjast burt úr fjórðungnum, þjónusta skerðast, tekjur sveitarfélaganna minnka og hugmyndir um frekari virkjanir á Vestfjörðum heyra sögunni til. Salan myndi ekki leysa fjárhagsvanda sveitarfélaganna“, segir Jón.

Undirbúningsfundurinn hefst kl. 20 annað kvöld á Flugbarnum á Ísafjarðarflugvelli, sem Jón Fanndal rekur. „Það var í rauninni ekki ætlunin að þessi fundur yrði opinn en auðvitað mega allir koma“, segir Jón. Hann vill ekki nafngreina aðra sem að undirbúningnum standa fyrr en að loknum fundinum annað kvöld.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli