Frétt

kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 16.07.2003 | 15:51Blekkingar um tollfríðindi

Í síðustu tveimur pistlum hef ég fjallað um nauðsyn þess að Vesturlönd aflétti öllum viðskiptahöftum af fátækustu löndum heims og heimili haftalausan innflutning á framleiðsluvörum þeirra, sem eru aðallega landbúnaðarvörur. Í nýlegri reglugerð frá fjármálaráðuneytinu er kveðið á um tollfríðindi við innflutning vara sem upprunnar eru í fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt þessu mætti halda að við stæðum okkur bara býsna vel. - Eða hvað?
113 vöruflokkar undanþegnir

Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Við lesturinn vekur strax athygli að það þurfi heilar 25 þéttskrifaðar síður til að útlista jafneinfaldan hlut og tollfríðindi til handa sárafátækum þjóðum, - og það í 28 greinum og 8 mismunandi köflum. Bara útlistanir á nauðsynlegum skilyrðum, vottorðum og eyðublöðum valda hausverk. Jæja gott og vel, það verður víst að tryggja að upprunareglur og tilhlýðileg öryggisatriði séu uppfyllt. Kannski bara eðlilegt þótt það torveldi auðvitað viðskipti. Látum það vera.

Meiri undrun vekur að í reglugerðinni sem er ætlað að tryggja tollfríðindi fyrir fátækustu ríki heims – sem flest framleiða fyrst og fremst landbúnaðarafurðir – skuli vera viðamikill viðauki um þá vöruflokka sem ekki skuli njóta tollfríðinda. Er það ekki mótsögn í sjálfu sér? Þetta er heldur enginn smá viðauki. Hvorki meira né minna en 113 vöruflokkar (tollanúmer) eru undanþegnir tollfríðindum eins og rækilega er útlistað í reglugerðinni. Og viti menn, þau eru öll í landbúnaði. Ég endurtek: Í reglugerð um tollfríðindi við innflutning vara sem upprunnar eru í fátækustu þróunarríkjum heims - sem fyrst og fremst framleiða landbúnaðarvörur - eru 113 vöruflokkar, einmitt í landbúnaði, sem bera misháa tolla. Er þetta grín?

Gagnslaus tollfríðindi

Semsé; þrátt fyrir yfirlýst áform um tollfríðindi eru enn háir tollar á mörgum af mikilvægustu afurðunum sem þróunarríkin hafa að selja. Vesturlönd hafa almennt þrýst á um fríverslun í heiminum með iðnaðarframleiðslu og að undanförnu lagt ofurkapp á fjárfestingafrelsi þvert á landamæri en viðskipti með landbúnaðarvörur eru hinsvegar enn háð ýmiskonar höftum. Og það sem meira er, niðurgreiðslur og annar stuðningur til framleiðenda landbúnaðarafurða á Vesturlöndum skekkir auðvitað samkeppnisstöðuna verulega gagnvart þróunarríkjunum

Fátæku ríkin hafa lítið að gera við tollfríðindi á bifreiðum og DVD-spilurum, sem þau framleiða ekki, á meðan háir tollar eru til að mynda á kakói og kornmeti, sem þau framleiða í stórum stíl. Hverskonar tollfríðindi eru það? Og til hvers í ósköpunum er verið að vernda jógúrtvörur, páskaegg, smjörlíki, íssósur, pizzur, pasta, piparkökur, majones, niðursoðnar súpur og gosdrykki svo eitthvað sé nefnt úr þessari undarlegu reglugerð fjármálaráðuneytisins? Að þykjast veita fátækustu ríkjum heims tollfríðindi þegar stór hluti landbúnaðarvara ber enn himinháa tolla er auðvitað ekkert annað en argasti blekkingarleikur.

Þrúgandi verndarstefna

Evrópusambandsríkin hafa gengið mun lengra en við og opnað markaði sína fyrir innflutningi á öllum öðrum vörum en vopnum frá 49 fátækustu ríkjum heims samkvæmt lista Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi undanþága er teljandi á fingrum annarrar handar og eru aðeins tímabundnar, á meðan okkar undanþágur eru varanlegar og ná yfir mörg mikilvægustu útflutningssvið þróunarríkjanna.

Getur það verið að við séum orðin svo vön þeirri þrúgandi verndarstefnu sem rekin hefur verið í íslenskum landbúnaði – og haldið bændum landsins við fátæktarmörk og verði til okkar neytendanna fyrir ofan öll velsæmismörk - að við teljum það orðið eðlilegt ástand sem ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hrófla við? Ekki einu sinni þegar um jafn sjálfsagðan hlut er að ræða og að heimila fátæku fólki að selja afurðir sínar á okkar ríka markaði?

Og allt er þetta á sömu bókina lært. Við erum til að mynda neðst á lista yfir framlög ríkja til þróunarmála í heiminum en erum samt eitt ríkasta land í heimi.

Eiríkur Bergmann Einarsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli