Frétt

| 06.02.2001 | 16:45Hátt í tuttugu konur á ýmsum aldri á Ísafirði og nágrenni stunda nám við menntasmiðjuna

Í næstu viku hefst nám og starf í Menntasmiðju kvenna á Ísafirði sem standa mun yfir í átta vikur eða frá 12. febrúar nk. til 5. apríl. Þar munu stunda nám 15-20 konur á ýmsum aldri sem allar eru búsettar á Ísafirði eða nágrenni. Menntasmiðja kvenna á Ísafirði byggir á hugmyndafræði og reynslu frá lýðskólum og kvennadagsháskólum á Norðurlöndunum og reynslu af menntasmiðjum kvenna á Íslandi. Í þessum skólum er lýðræði í framkvæmd, mikilvægur hluti af starfinu þ.e. að nemendur geti haft nokkur áhrif á námsefni, námstilhögun og daglegt starf.
Menntasmiðjur kvenna hafa starfað í nokkur ár hérlendis. Sú fyrsta var starfrækt á Akureyri og er að mörgu leyti sú fyrirmynd sem aðrar menntasmiðjur kvenna hafa fylgt í starfi sínu. Menntasmiðja kvenna á Ísafirði er sú fjórða hér á landi. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hafa sameiginlega sótt um styrki til rekstursins og hafa nú þegar félagsmálaráðuneytið og Rauði kross Íslands samþykkt styrkveitingu. Enn skortir þó nokkuð á að endar nái saman og hefur því verið leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana á svæðinu um frekari styrki.

Námið, sem stendur yfir í fjóra daga í viku í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði og víðar, er í megindráttum þríþætt og skiptast þar á skapandi og hagnýt viðfangsefni auk sjálfsstyrkingar af ýmsu tagi. Ýmsir gestafyrirlesarar munu koma vikulega í Menntasmiðjuna og miðla konunum þar af þekkingu sinni og reynslu. Þar sem reynt er að byggja námið upp þannig að hver kona hafi nokkurt val, getur námskrá hvers og eins verið mismunandi þótt gengið sé út frá sömu námsgreinum eða námsþáttum. Daglega umsjón með menntasmiðjunni hafa þær Sigurborg Þorkelsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir, en þær hafa jafnframt haft undirbúning með höndum.

Þeir sem vilja gerast velunnarar Menntasmiðju kvenna á Ísafirði er bent á að hafa samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sími 456 3000.

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli