Frétt

bb.is | 11.07.2003 | 08:45Fjórði sigur Grindavíkur í röð

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru nöturlegar; norðanátt, rigning og skítakuldi. Enda var knattspyrnan sem í boði var ekki upp á marga fiska og leikurinn hreinlega leiðinlegur á að horfa lengst af. Fyrri hálfleikur var skelfilega illa leikinn; leikmönnum varð hvað eftir annað fótaskortur á blautum og hálum vellinum og tilburðir til samleiks fóru að mestu út um þúfur. Greinilegt var að hvorugt liðið vildi tapa leiknum og engin áhætta var tekin. Fyrsta markfærið kom um miðjan hálfleikinn þegar Ólafur Gottskálksson bjargaði í horn skoti Þorvalds M. Sigbjörnssonar KA-manns. Heimamenn voru illskárra liðið í hálfleiknum og fengu annað færi skömmu fyrir hlé þegar Pálmi Rafn Pálmason skaut aftur fyrir sig af markteig en boltinn fór yfir. Grindvíkingar ógnuðu marki KA lítið og eina skotið sem eitthvað kvað að átti Paul McShane en hann hitti ekki markið.
Áhorfendur reyndu að hressa sig í hléinu með kaffi og kakói og vonuðust eflaust eftir að tesopinn margfrægi myndi gera slíkt hið sama fyrir leikmennina. Seinni hálfleikur hófst hins vegar á svipuðum nótum og einkenndu þann fyrri. Markskotum fór hins vegar smám saman fjölgandi og munaði þar mestu um að Grindvíkingar voru óhræddir við að láta vaða undan norðankaldanum. Hins vegar var það KA sem náði forystunni með laglegu skallamarki Steinars Tenden á 68. mínútu og næstu mínútur voru heimamenn með frískasta móti. En áður en þeir náðu að láta kné fylgja kviði jöfnuðu gestirnir og þann stundarfjórðung sem eftir lifði leiks voru þeir sterkari aðilinn. Jafnframt lifnaði yfir leiknum og liðin fóru að leggja meiri áherslu á að sækja. Það voru Grindvíkingar sem náðu að gera sér meiri mat úr sínum sóknum en KA og sigurmarkið sem Ray Anthony Jónsson skoraði var glæsilegt og yljaði áhorfendum nokkuð. Að minnsta kosti þeim sem voru á bandi Grindvíkinga. Ray hefði átt að skora annað mark í blálokin þegar hann komst einn gegn Sören markverði en skaut hárfínt framhjá.

Grindvíkingar fögnuðu að vonum vel í leikslok og staða þeirra í deildinni er nú orðin allt önnur en fyrir nokkrum vikum. Liðið virtist traust, vörnin gaf fá færi á sér og þótt knattspyrnan væri ekki alltaf áferðarfalleg gáfu aðstæðurnar ekki tilefni til neinna hundakúnsta. Liðsmenn KA voru vonsviknir í leikslok, enda áttu þeir lengst af síst minna í leiknum. Liðið fær fá mörk á sig, reyndar næstfæst allra liða í deildinni það sem af er, en mætti stundum vera beittara fram á völlinn. Þorvaldur Örlygsson lék ekki með þeim að þessu sinni og skarð hans á miðjunni er geysilega vandfyllt. Auk þess voru reynsluboltarnir Hreinn Hringsson og Slobodan Milisic á bekknum og báðir hresstu þeir upp á liðið þegar þeir komu inn á. En á meðan liðið nær ekki stigum úr jöfnum leikjum verður róðurinn erfiður hjá því.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli