Frétt

mbl.is | 11.07.2003 | 08:35Verðskuldaður sigur Valsmanna

Það var snemma ljóst að Valsmenn ætluðu sér stóra hluti. Þeir tóku hressilega á móti Fylkismönnum og gáfu þeim engin grið úti á vellinum. Þorlákur Árnason þjálfari Valsmanna ákvað að stilla Kristni Lárussyni upp í byrjunarliðið og þessi reyndi og sterki leikmaður, sem nýstiginn er upp úr erfiðum meiðslum, fór í stöðu vinstri bakvarðar og gegndi þeirri stöðu með miklum sóma og auðsýnt var að innkoma hans virkaði vel á samherja hans.
Aðalsteinn Víglundsson gerði eina breytingu á liði sínu frá sigurleiknum á móti KA um síðustu helgi. Theodór Óskarsson gat ekki leikið vegna meiðsla og Haukur Ingi Guðnason tók stöðu hans. Fylkismenn urðu fyrir áfalli á 17. mínútu þegar Valur Fannar haltraði meiddur af velli og Kjartan Antonsson leysti hann af hólmi í vörninni. Eftir að Björn Viðar Ásbjörnsson fékk fyrsta færið eftir stundarfjórðung, þegar hann skaut lausu skoti beint á Ólaf markvörð Vals, náðu Valsmenn betri tökum á leiknum. Á meðan Fylkismenn beittu kýlingum fram völlinn sem skiluðu litlu létu Valsmenn knöttinn ganga vel á milli sín en oftar en ekki bilaði síðasta sendingin hjá þeim þegar þeir virtust vera að skapa sér góð færi. Besta færi hálfleiksins fékk þó hinn ungi Birkir Már Sævarsson á 34. mínútu en eftir glæsilega útfærða sókn skallaði hann framhjá Fylkismarkinu úr opnu færi eftir fyrirgjöf Bjarna Ó. Eiríkssonar. Jón B. Hermannsson fór illa að ráði sínu á 42. mínútu. Hann fékk boltann á silfurfati frá Ólafi markverði Vals en skot hans úr mjög góðu færi var misheppnað.

Í síðari hálfleik hertu Hlíðarendapiltar tökin á Árbæingum. Valsmenn réðu lögum og lofum á miðsvæðinu og það virtist bara spurning hvenær Valsmark liti dagsins ljós. Kjartan Sturluson sýndi frábæra markvörslu þegar hann varði þrumuskot Matthíasar af stuttu færi en réttlætinu var fullnægt á 67. mínútu þegar hinn feikiduglegi Hálfdán Gíslason afgreiddi snyrtilega stungusendingu frá Jóhann Hreiðarssyni. Við markið var eins og Fylkismenn vöknuðu við vondan draum og síðustu 20 mínúturnar sóttu þeir á köflum mjög stíft að marki Valsmanna. Stuðningsmenn Fylkis voru sumir hverjir byrjaðir að fagna marki þegar Björn Viðar fékk sannkallað dauðafæri mínútu eftir mark Valsmanna en Kristinn Lárusson bjargaði skoti hans með tilþrifum á línunni og færið sem Ólafur Ingi Skúlason fékk tíu mínútum fyrir leikslok var ekki síðra. Ólafur Þór átti þá misheppnað úthlaup, boltinn féll fyrir fætur Ólafs en á óskiljanlegan hátt tókst honum að moka honum yfir markið með viðkomu í þverslánni. Eftir það ógnuðu Fylkismenn ekki marki Valsmanna og þeir rauðklæddu léku lokamínúturnar af skynsemi og uppskáru sætan og sanngjarnan sigur.

Valsmenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir börðust eins og ljón, léku á köflum mjög góða knattspyrnu og sýndu bikarmeisturum Fylkis litla virðingu. Aftasta varnarlínan var mjög traust, með Ármann og Guðna eins og kletta og sterkur leikur hjá Þorláki að tefla Kristni fram í bakvarðarstöðunni. Sigurbjörn og Matthías áttu góða spretti og unnu vel fram og til baka og Hálfdán vann geysilega vel, hefur greinilega öðlast sjálfstraust.

Fylkisliðið var langt frá því að vera sannfærandi og áhyggjuefni Árbæjarliðsins hlýtur að vera hversu mikill munur er á leik liðsins heima og úti. Megnið af leiknum beittu Fylkismenn löngum sendingum fram völlinn upp á von á óvon og fyrir vikið voru miðjumennirnir sterku, Helgi Valur, Finnur og Ólafur Ingi, lítið inni í leiknum. Hrafnkell Helgason og Kjartan Sturluson stóðu einna helst upp úr í fremur döpru og andlausu Fylkisliði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli