Frétt

| 02.02.2001 | 15:54Krefst 336 þúsund króna fyrir sýninguna

Ragnar H. Ragnar.
Ragnar H. Ragnar.
Hætt hefur verið við áform um að sýna myndband frá 1978 á opnu húsi fyrir velunnara Tónlistarskóla Ísafjarðar í húsnæði skólans á morgun, laugardag. Á myndbandinu ræðir Bryndís Schram, þáverandi skólameistarafrú á Ísafirði, við hjónin Ragnar H. og Sigríði J. Ragnar, á heimili þeirra að Smiðjugötu 5 á Ísafirði. Jafnframt er þar sýnt frá samæfingu í Tónlistarskólanum. Ástæðan fyrir því að bandið verður ekki sýnt er greiðslan sem Ríkissjónvarpið krefst fyrir. Myndbandið var á sínum tíma fjölfaldað og m.a. á Tónlistarskóli Ísafjarðar eintak, svo og einstakir kennarar. Hins vegar er myndbandið ætlað til einkanota en ekki opinberrar birtingar og þess vegna krefst Ríkissjónvarpið 336 þúsund króna fyrir, samkvæmt mínútutaxta, ef myndbandið verður sýnt.
Tónlistarskóli Ísafjarðar er liðlega hálfrar aldar gamall. Ragnar H. Ragnar var fyrsti skólastjóri hans og byggði skólann upp með dyggum stuðningi Sigríðar eiginkonu sinnar. Jónas Tómasson tónskáld (eldri) á Ísafirði fékk Ragnar til að koma til Ísafjarðar og taka að sér þetta verkefni. Þá var Ragnar fimmtugur að aldri en segja má að eftir það hafi hann skilað fullu ævistarfi á Ísafirði og rúmlega það. Skólinn var lengi til húsa á heimili þeirra Sigríðar og Ragnars að Smiðjugötu 5 og voru ekki glögg skil milli skólastarfsins og heimilisins. Þegar Ragnar heitinn lét af áratugastarfi sem skólastjóri Tónlistarskólans tók Sigríður dóttir hans við. Þau hjónin Sigríður Ragnarsdóttir og Jónas Tómasson tónskáld (yngri) eru nú búsett að Smiðjugötu 5.

Ísafjörður hefur löngum verið nefndur „Tónlistarbærinn Ísafjörður“. Jónas Tómasson stofnaði á Ísafirði fyrsta tónlistarskóla á Íslandi árið 1912 og tónlistarlíf hefur alla tíð verið mjög öflugt í bænum. Ástæðurnar virðast einkum tvær: Forystumennirnir hafa verið mjög drífandi og duglegir og hrifið aðra með sér og bæjarbúar hafa stutt tónlistarlífið með ráðum og dáð. Mikið fé hefur safnast með frjálsum framlögum og hefur því verið varið til byggingaframkvæmda, hljóðfærakaupa og annars sem þurft hefur til, eftir því sem peningarnir hafa hrokkið til á hverri tíð.

Ætlunin var að gera velunnurum Tónlistarskóla Ísafjarðar glaðan dag í húsnæði skólans á laugardag. Það verður vissulega gert og m.a. verða þrennir stuttir tónleikar með fjölbreyttu efni í Hömrum, hinum nýja og glæsilega tónleikasal skólans. Haldin verður tónlistarkynning og hljóðfærasýning og fólki verður boðið að kynna sér tónlistarforrit fyrir tölvur. Veitingasala verður á vegum Styrktarsjóðs Tónlistarskólans til fjáröflunar fyrir skólann, en sjóðurinn hefur í fjölda ára staðið fyrir ýmiskonar sölumennsku á Silfurtorgi í fjáröflunarskyni. Loks var ætlunin að sýna vinum skólans myndbandið gamla frá heimili þeirra Sigríðar og Ragnars H. Ragnar en hætt hefur verið við það, eins og áður getur. Opna húsið stendur frá kl. 11 til kl. 17 og var hugmyndin að renna bandinu jafnvel tvisvar eða þrisvar í gegn á þeim tíma. Hins vegar eru engin fjárráð til þess að borga kr. 336.000 þúsund fyrir eina sýningu á því, hvað þá að renna því þrisvar í gegnum tækið fyrir þessa upphæð í hvert skipti. Þá væri milljónin komin og þyrftu félagarnir í styrktarsjóðnum að standa nokkuð lengi á Silfurtorgi á vetrardögum og selja bæjarbúum heitt kakó til að ná upp í þá fjárhæð.

Hjá Ríkissjónvarpinu, menningarstofnun allra landsmanna, voru svörin skýr. Hér er um opinbera sýningu að ræða og ekki kemur til greina að veita undanþágu eða afslátt frá taxtanum. Engu skiptir þótt hér sé um að ræða stórfjölskyldu ísfirsks tónlistarlífs, sem saman kemur til að fagna áföngum í uppbyggingu skólans, sem með sönnu má kallast tónlistarheimili Ísfirðinga, og minnast um leið þeirra sem veittu þessu heimili forstöðu um langan aldur, þeirra Sigríðar og Ragnars H. Ragnar. Ríkissjónvarpið er ekki til viðræðu um að taka tillit til þeirra aðstæðna sem hér um ræðir að neinu leyti. Ef vinir skólans fá að sjá myndbandið nokkrir í hóp verður gjaldið innheimt. Með þessari afstöðu kemur Báknið í veg fyrir sýningu þess í Tónlistarskóla Ísafjarðar á morgun.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli