Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 09.07.2003 | 13:20Hin sjálfhverfa sjálfstyrking

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Ein vinsælasta dægrastytting landsmanna er hin svonefnda sjálfstyrking en það mun þýða styrking á sjálfsmynd eða sjálfstrausti. Sjálfstyrking er orðinn ómissandi þáttur jafnt í prógrammi femínista og lífi karla. Hvers vegna hefur sjálfstyrking orðið svona nauðsynlegur þáttur í nútímalífi? Er fólk óöruggt í heimi hraða og tækni? Er hjónabandið á brauðfótum í veröld æskudýrkunar og klámvæðingar? Hefur auglýsingaheimurinn gert almenningi ómögulegt að sætta sig við eigið útlit og eignir, jafnvel sumarfrí og fótasnyrtingu? Og þá þurfum við að fara í ljós, jóga og hugleiðslu. Eða stunda karate, lyftingar og nudd? Er sjálfsmyndin svona slöpp?
Sjálfsstyrking er nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en sjálfsdekur og egóismi, dýrkun á sjálfum sér og höfnun á náunganum. Sjálfstyrking er grein af meiði eigingirni, eins konar hluti af ég-kynslóðinni þar sem allt gengur út á egóið; Ég á að eiga fínustu íbúðina og vera fastagestur í Innlit - Útlit. Ég á að eiga kynþokkafyllsta makann og ég á að vera með flottustu brúnkuna og greiðsluna og ganga í glæsilegustu fötunum, eiga bestu verðbréfin. Sjálfsdýrkunin felst einnig í að eiga aflmesta bílinn og fremstu eldhúsinnréttinguna, lesa dýpstu sjálfsstyrkingarbækurnar og fara í heimskulegustu glansblaðaviðtölin þar sem frasarnir fljóta úr sjálfsstyrkingarbókmenntunum. Því meira bull, því meira falla ritstjórar blaðana fyrir viðmælandanum.

Sjálfsstyrking er egóismi í sinni furðulegustu mynd. Sjálfsstyrking hljómar vel út á við; eins konar vígorð kvalinna kvenna eða misskilinna karla; leið út úr dýflissunni, braut til betri framtíðar: gegnum egó til eilífðar. En sjálfsstyrking er aðeins heimskuleg egóuppbygging. Hvað get ég gert meira fyrir sjálfan mig? Þetta er spurning hinna eigingjörnu; þeirra sem aldrei dettur í hug að hjálpa öðrum.

Hvernig væri ef þetta ególið einbeitti sér að því að aðstoða þá sem virkilega þurfa hjálp? Til dæmis öryrkja, krabbameinsveikt fólk, fátæka og limlesta? Í stað sjálfsstyrkingar kæmi náungakærleikur? Ætli það yrði erfitt fyrir glanstímaritagengið? Að leggja til hliðar einn tíma eða tvo á sólbaðstofunni og ganga upp á spítala og tala við veikt fólk? Að aka fötluðum einstaklingi í hjólastól í Kringluna til að versla? Ég legg til að slíkar aðgerðir verði kenndar á sjálfstyrkingarnámskeiðum. Ég er sannfærður um að náungakærleikur myndi styrkja sjálfstraust. Þú átt aðeins það sem þú gefur, stendur einhvers staðar ritað.

Hvernig væri að sannreyna þessi orð?

Ingólfur Margeirsson.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli