Frétt

| 02.02.2001 | 06:51„Ævintýraleg og dramatísk ástarsaga“

Læknirinn á Flateyri lætur sér ekki nægja að hressa upp á líkama fólksins...
Læknirinn á Flateyri lætur sér ekki nægja að hressa upp á líkama fólksins...
Kvikmyndin Í faðmi hafsins er ástarsaga úr nútímanum og fjallar um baráttu fólks í litlu sjávarþorpi við náttúruöflin og örlög sín. „Í miðju frásagnarinnar er ungur og efnilegur skipstjóri, Valdimar, og myndin hefst við brúðkaup hans og ungrar konu, Unnar. Þorpsbúar fylgjast spenntir með og í brúðkaupinu ríkir gleði og glaumur. Svo gerist það á sjálfa brúðkaupsnóttina að brúðurin hverfur. Valdimar verður eðlilega mjög sleginn uns ýmis teikn og atburðir koma honum á sporið með að Unnur sé ekki eins langt undan og hann hélt... Þetta er sem sagt ævintýraleg og dramatísk ástarsaga.“
Þetta segir Jóakim Pálsson meðal annars í spjalli við Pál Kristin Pálsson í Morgunblaðinu í dag um kvikmyndina Í faðmi hafsins. Myndin er eftir þá Jóakim og Lýð Árnason lækni á Flateyri og er nú á lokastigi í vinnslu.

Árið 1998 beitti Kvikmyndasjóður Íslands í fyrsta sinn því fyrirkomulagi við styrkveitingu handrita að velja fyrst tíu úr öllum innsendum umsóknum til vinnslu undir leiðsögn ráðgjafa í eins konar útsláttarkeppni þar sem þeim var næst fækkað niður í sex og síðan í þrjú sem fengu þá fullnaðarstyrk. Í faðmi hafsins var eitt þeirra þriggja sem náðu alla leið, hin tvö voru Fíaskó og 101 Reykjavík. Þrátt fyrir velgengni handritsins í keppninni hefur það ekki hlotið framleiðslustyrk úr sjóðnum en myndin er þó engu að síður langt komin í vinnslu.

„Við ákváðum fljótt að framleiða myndina sjálfir og eftir nokkurn tíma kom kvikmyndafyrirtækið Nýja bíó til liðs við okkur“, segir Jóakim. „Við Lýður leikstýrðum saman enda vanir því og skrifuðum auk þess handritið ásamt Hildi Jóhannesdóttur eiginkonu minni. Myndina tókum við að mestu leyti upp árið 1999 og lukum tökum síðastliðið haust. Allt ferlið hefur gengið sérlega vel og við höfum fengið frábært fólk til að vinna með okkur. Við höfum fjármagnað dæmið skref fyrir skref í tengslum við hvern verkáfanga og erum núna í lokaáfanganum, bæði hvað varðar myndvinnsluna og fjármögnunina.“

Á yngri árum var Jóakim mikið vestur í Hnífsdal og Lýður er læknir á Flateyri og myndin er að mestu leyti tekin upp á Vestfjörðum. „Við tókum hana aðallega á Flateyri og í Önundarfirði en fórum einnig víðar um vestfirska firði og mið. Það er því óhætt að kalla hana Vestfjarðamynd, enda fengum við góða aðstoð frá heimamönnum, sem sýndu þessu brölti okkar mikinn áhuga og skilning.“

Í helstu hlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir og Hinrik Ólafsson sem leika Unni og Valdimar en auk þeirra þau Sóley Elíasdóttir, Hilmar Jónsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Sigurður Hallmarsson. Einnig kemur fram í öðrum hlutverkum margt áhugaleikhúsfólk að vestan.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli