Frétt

bb.is | 07.07.2003 | 15:43Vel gengur að undirbúa hátíðina Grænlenskar nætur á Flateyri

Flateyri.
Flateyri.
Undirbúningur fyrir hátíðina Grænlenskar nætur, sem haldin verður á Flateyri um næstu helgi, gengur með miklum ágætum. Að sögn Reynis Traustasonar, eins skipuleggjenda hátíðarinnar, koma á morgun til Vestfjarða, um 60 erlendir þátttakendur í hátíðinni frá Grænlandi, Færeyjum og Danmörku. „Þetta er allt að smella saman. Undirbúningur gengur mjög vel og við höfum unnið marga sigra á þeim sem halda menningunni utan við landsbyggðina“, segir Reynir.
„Það er ekki hægt að kvarta yfir undirtektunum. Að vísu höfum við þurft að hafa aðeins fyrir því að telja fólki trú um að hátíð sem þessi eigi heima úti á landi. Vissulega hefði verið auðveldara að fjármagna hátíðina ef hún hefði verið haldin í Smáralindinni í Kópavogi, en sumir hafa tekið vel við sér. Ber þar sérstaklega að nefna Flugfélag Íslands sem hefur sýnt þessu skilning frá upphafi“, segir Reynir.

Hátíðin er með eindæmum vegleg. Mikið verður um sýningar innlendra og erlendra listamanna, námskeiða og keppna í kajakróðri, auk fjölmargra tónlistarviðburða þar sem bæði koma fram þekktir innlendir flytjendur sem og erlendir tónlistarmenn sem flytja framandi lög í bland við hefðbundnara rokk og ról. Í tengslum við hátíðina verður reist inútítaþorp þar sem grænlenskir hagleiksmenn gera að selum og vinna með fornum tækjum og tólum.

Tignir gestir munu sækja hátíðina. Þeirra á meðal eru alþingismennirnir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Össur Skarphéðinsson. Einnig tekur þátt í hátíðarhöldunum séra Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins og fyrrverandi landsstjóri Grænlands. Mun hann messa yfir hátíðargestum í Flateyrarkirkju, en með honum kemur Kristjana Motzfeldt sem á ættir að rekja til Vestfjarða.

Hér á eftir fer dagskrá hátíðarinnar í heild:

Fimmtudagur 10. júlí:
14.00 Sett upp Inúítaþorp við Hafnarstræti og sýningum komið fyrir.
16.00 Málverkasýningar Miki Jacobsen, Magnús Ingi Björgvinsson, Björn E Hafberg og Reynir Torfason opna, á sama tíma opnar ljósmyndasýning Páls Önundarsonar og Guðrúnar Pálsdóttur.
20.00 Hafnarstræti: Reynir Traustason kynnir tilurð hátíðarinnar og Benedikte Thorsteinsson setur hana formlega. Grænlenskir listamenn í bland við íslenska troða upp og verða með stutt sýnishorn af listum sínum og kúnstum.
23.00 Vagninn opinn gestum og gangandi.

Föstudagur 11. júlí:
11.00 Námskeið í kajaksnúningi, Pavia Lumholt og Jakúp Jacobsen
14.00 Hafnarstræti: Inúítaþorp, handverk, sölubásar og sýningar. Kajaksmíði og matargerð. Harmónikuspil, trúbadorar og söngur. Málverka- og ljósmyndasýningar opnar.
17.00 Silfurtorg Ísafirði: Grænlenski trommuflokkurinn Appap Papii innleiðir hátíðarstemninguna fyrir Ísfirðinga.
21.00 Hafnarstræti: Karnivalstemning, grænlenski kórinn Inngeratsiler frá Ammassalik, trommuflokkurinn Appap Papii, og rokkbandið Arneva troða upp ásamt íslenskum og færeyskum stuðboltum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars ávarpar hátíðargesti.
24.00 Vagninn: Siggi Björns vermir lýðinn ásamt hljómsveit sinni. Íþróttahús: Dansleikur þar sem norrænar rokksveitir berjast um hylli gesta.

Laugardagur 12. júlí:
14.00 Hafnarstræti: Framhald sýninga og listviðburða. Inúítaþorp,handverk, sölubásar og sýningar. Kajaksmíði og matargerð. Harmónikuspil, trúbadorar og söngur. Áfram opnar málverka og ljósmyndasýningar.
14.30 Kaupfélagið, ný félagsmiðstöð eldri borgara opnuð formlega.
15.00 Landskeppni í kajakróðri sem lýkur með veglegri verðlaunaafhendingu úr hendi Eiríks Finns Greipssonar bankastjóra.
16.00 Vagninn: Össur Skarphéðinsson alþingismaður flytur erindi um samskipti Íslendinga og Grænlendinga til forna.
16.30 Hafnarstræti: Leiksýning í umsjá Morrans, atvinnuleikhúss ungs fólks á Ísafirði, spaug og sprell.
17.00 Félagsheimili: Hin vestfirska verðlaunamynd Í faðmi hafsins.
21.00 Varnargarðar: Kyndlar tendraðir. Trumbusláttur, varðeldur og reykur. stórtónleikar með grænlenska trommuflokknum, Sigga Björns og grænlenska rokkbandinu. Einnig munu Óli Popp og Lýður færa lýðinn nær almættinu með frjálsri aðferð við undirleik Péturs Hjaltested Hammond meistara.
24.00 Vagninn: Stuð og stemma með hinum geðþekka Sigga Björns og félögum. Íþróttahús: Dansleikur þar sem norrænir rokkarar munu enn berjast um hylli gesta.

Sunnudagur 13. júlí:
11.00 Námskeið í kajaksnúningi, Pavia Lumholt og Jakúp J

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli