Frétt

mbl.is | 07.07.2003 | 15:36Auglýsir eftir plastöndum og baðfroskum á reki

29 þúsund plastendur og önnur baðleikföng úr flutningagámi sem fór í sjóinn af flutningaskipi á Kyrrahafi fyrir ellefu árum gætu farið að berast að Íslandsströndum. Bandarískur vísindamaður sem rannsakað hefur hvernig vörur úr gámum rekast um heimshöfin biður Íslendinga um að hafa samband við sig ef þeir rekast á plastendurnar eða aðra athyglisverða hluti sem rekur upp að ströndum landsins.
Morgunblaðið flutti fréttir af því fyrir fjórum árum að plastendur og önnur baðleikföng úr gámi sem skolaðist út í Kyrrahaf af flutningaskipi árið 1992 gætu farið að berast upp að Íslandi. Dr. Curtis Ebbesmeyer, sem var heimildarmaður fréttarinnar, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að hann hafi enn engar upplýsingar fengið frá Íslandi um plastendurnar, en að margar þeirra hafi fundist við Kyrrahaf Hann segir að hugsanlega hafi leikföngin lent í ís við Beringssund og koma þeirra tafist af þeim sökum. Hann segist ekki vita til þess að neitt leikfanganna hafi fundist við Atlantshaf ennþá.

Ebbesmeyer vinnur hjá fyrirtæki í Seattle sem framleiðir tæki til þess að mæla hafsstrauma, en er þekktur í Bandaríkjunum fyrir athuganir sínar á flutningi rekalds um hafið, en það veitir mikilvægar upplýsingar um hafsstrauma og til dæmis um það hvernig olíumengun dreifist.

Baðleikföngin sem Ebbesmeyer hefur verið að leita að undanfarin ár hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Gefin hefur verið út barnabók sem lýsir ævintýrum plastandanna, og sagan hefur verið notuð í kennslu í skólum. Fyrirtækið sem framleiddi leikföngin hefur einnig notað söguna á leikfangaumbúðir sínar „Plastendurnar hafa hjálpað ótrúlega mikið til við að fræða fólk um hafið,“ segir Ebbesmeyer.

Á hverju ári fara allt að tíu þúsund gámar í sjóinn af flutningaskipum. Gámarnir opnast oft og vörurnar fara á flot. Ebbesmeyer og fleiri vísindamenn hafa meðal annars fylgst með um nokkrum milljónum Lego-kubba sem fóru í hafið árið 1997, um 2.000 tölvuskjáum sem fóru úr öðrum gámi, og síðast en ekki síst mörg þúsund Nike íþróttaskóm sem fóru á flot árið 1990.

Ebbesmeyer hefur einnig sjálfur sett númeruð plastspjöld í sjóinn og beðið fólk um að hafa samband ef það finnur þau. Hann segist þó aldrei hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandi. „Það er samt ljóst að margir hlutir berast upp að landinu.“

Ebbsemeyer auglýsir nú eftir plastleikföngunum og biður Íslendinga að hafa augun opin á gönguferðum um strendur landsins. Plastendurnar, sem voru upprunalega gular, eru nú orðnar hvítar. Á þeim stendur vörumerkið „The First Years“. Í gámunum voru einnig rauðir plastbifrar, en þeir eru nú einnig orðnir hvítir. Jafnframt voru í þeim bláar skjaldbökur og grænir froskar, sem haldið hafa litnum.

Hægt er að senda Ebbesmeyer tölvupóst, og þá helst með mynd af hlutnum sem fannst ef mögulegt er. Tölvupóstfang hans er curtisebbesmeyer@msn.com. Hann kýs þó helst að fá hefðbundin póst, og heimilisfangið er:

Dr. Curt Ebbesmeyer
6306 21st Ave. NE
Seattle WA 98115
USA

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli