Frétt

Leiðari 6. tbl. 2001 | 07.02.2001 | 16:44Ríkissjónvarpið ,,heiðrar“ minningu Ragnars H. Ragnar

Fátt er nú ritað og rætt um menningarhúsin fimm sem stjórnvöld hugðust skáka víða um landið. Vera má að kapphlaupið sem þá hófst milli nokkurra þingmanna um að fá menningarhús í sitt kjördæmi eigi þátt í þögninni sem nú ríkir um þetta annars vel meinta mál.

Á síðum þessa blaðs hefur verið haft eftir mætum mönnum að skóli sé ekki hús og að menning sé ekki hús, heldur fólk. Breytir engu þótt í skírnarvottorðum steinkassa standi að þeir séu skólar eða menningarhallir ef ekkert er fólkið.

Það státa ekki margir staðir hérlendis af jafn langri tónlistarhefð og Ísafjörður. Má það að margra mati rekja til brautryðjendastarfs Jónasar heitins Tómassonar, tónskálds, með stofnun fyrsta tónlistarskóla á Íslandi árið 1912. Það varð síðan gæfa ísfirskra tónlistarunnenda, og annara er notið hafa, þegar Ragnar H. Ragnar og Sigríður eiginkona hans komu til bæjarins og tóku til við að byggja upp þann Tónlistarskóla Ísafjarðar sem við þekkjum í dag. Frá fyrstu tíð nutu Ragnar og Sigríður stuðnings og velvilja fólks sem innt hefur ómetanlegt starf af höndum til að efla og styrkja stöðu skólans í liðlega fimm áratugi. Kannski verður þessari samheldni best líkt við stóra fjölskyldu.

Það sem vel er gert er ljúft að þakka. Í því skyni hafði Tónlistarskólinn opið hús í hinum glæsilega tónleikasal skólans á laugardaginn. Þar var m.a. ætlunin að gleðja þá er litu inn með sýningu á myndbandi þar sem rætt var við hjónin Ragnar H. og Sigríði J. Ragnar auk þess sem þar var sýnt frá skólastarfinu. Tónlistarskólinn á eintak af myndbandinu, sem gert var fyrir Ríkissjónvarpið fyrir rúmum 20 árum.

Skemmst er frá því að segja að Sjónvarp allra landsmanna kom í veg fyrir að velunnarar Tónlistarskóla Ísafjarðar fengju á þessari síðdegisstund að njóta ,,návistar Ragnars og Siggu“ í húsakynnum þess skóla, sem þau helguðu líf sitt og starf öllum stundum frá komu þeirra til Ísafjarðar, með því að krefjast 336.000 króna greiðslu fyrir hverja sýningu á myndbandinu, en ætlunin hafði verið að renna því í gegn tvisvar til þrisvar þessa dagstund, fólki til ánægju. Þessari forkastanlegu ákvörðun ráðamannna Ríkissjónvarpsins fékk ekkert breytt.

Yfir þá afstöðu Ríkissjónvarpsins að meina virtri menningarstofnun á landsbyggðinni að sýna velgjörðarfólki sínu gamalt myndband, og heiðra á þann veg minningu Ragnars H. Ragnar og konu hans Sigríðar, nema fyrir kæmi greiðsla allt að einni milljón, ná engin orð.
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli