Frétt

Leiðari 5. tbl. 2001 | 31.01.2001 | 17:05Sú mannsins afsökun, óvart!

Jafnvel þeir stjórnmálamenn sem harðast hafa gengið fram fyrir skjöldu til að verja gjafakvótakerfið hafa viðurkennt opinberlega, að ekki hafi verið ætlun þeirra að lögin um fiskveiðistjórnun gæfu einstaklingum tækifæri til að pranga með veiðiheimildir, fara óverðskuldað með milljarða út úr atvinnugreininni og skilja hana eftir skuldugri en nokkru sinni fyrr. Þetta átti ekki að vera svona. Þetta var óvart!

Lögin um Þróunarsjóð eru búin að hafa verulega fjármuni af blásnauðum sveitarfélögum. Ísafjarðarkaupstaður tapaði 10 milljónum í fasteignagjöldum. Eftir harða og langa baráttu, þar sem stjórnvöld héldu fastar um sitt en skrattinn sjálfur, vannst loks sigur og óréttlætinu var aflétt. Ríkisvaldið hélt illa fengnum hagnaði liðinna ára. Leiðrétting kom ekki til greina. (Svoleiðis gera menn ekki.) Þetta var óvart!

Nýverið barmaði framkvæmdastjóri stórs útgerðarfélags sér yfir ótæpilegri veiði trillukarla og þeim mikla afla sem þeir færðu að landi. Mátti skilja að þetta hefði verið tekið frá fyrirtæki framkvæmdastjórans og þar með skert tekjur þess um verulegar fjárhæðir. Kveinstafir af þessu tagi bergmála óskir þeirra aðila í útgerðarstétt, sem telja sig þess eina umkomna að nýta auðlindina og telja farsælast að þrjú til fjögur fyrirtæki sitji að allri veiði innan íslenskrar lögsögu.

Fiskvinnslufólkinu í Bolungarvík og í Vestmannaeyjum dugar ekki afsökunin óvart! Við þetta fólk, sem er orðið eignalaust vegna stjórnvaldsaðgerða, er móðgun að segja að stjórnvöld geti ekki bannað fólki að búa þar sem það vill! (Þetta er hin opinbera skýring á fólksflóttanum frá landsbyggðinni) Og enn meiri móðgun við þetta fólk er þegar vatnsgreiddir verðbréfadrengir, með árslaun þessa fólks á mánuði, koma fram fyrir alþjóð og segja að þetta sama fólk verði bara að svara kalli tímans og fá sér eitthvað annnað (og væntanlega þarfara) að gera, en að sullast í fiski.

Það var ekki ætlunin að braskað yrði með kvótann, né hlunnfara sveitarfélögin. Það var bara óvart. Og þar við situr.

Fiskverkafólk í Bolungarvík og í Vestmannaeyjum rær nú lífróður á sömu þóftu. Það berst fyrir tilverurétti sínum. Það vekur athygli á réttleysi sínu, sem opinberast í þeirri fiskveiðistjórnun að fáeinum útvöldum hefur verið fenginn yfirráðaréttur yfir lífsbjörginni sem fólkið í þessum byggðarlögum hefur byggt afkomu sína á frá upphafi vega.

Ætla stjórnvöld bara að segja að þetta sé allt saman óvart? Og láta þar við sitja?

Eða kannske bara að þeim komi þetta ekki lengur við?
s.h.

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli