Frétt

kreml.is – Anna S. Baldursdóttir | 02.07.2003 | 09:18Strákarnir og skólinn

Nýlega voru birtar niðurstöður samræmdra prófa úr grunnskólum landsins. Þar kemur í ljós það sem margir hafa orðið til að benda á, en einhverra hluta vegna hefur ekki farið hátt. Strákarnir eru að dragast aftur úr. Stelpurnar eru hærri í flestum greinum, líka raungreinum. Þar með er það vígið fallið.
Góður námsárangur er auðvitað alltaf gleðiefni, hvort sem hann er stelpna eða stráka. Hér þarf hins vegar að horfa til heildaráhrifanna og skoða hvort fleira í menntamálum okkar beri keim af þessari þróun. Jú, mikið rétt, strákar eru líklegri til að hætta í framhaldskólum og ungar konur eru meirihluti þeirra sem útskrifast með háskólapróf. Það er nauðsynlegt að komast til botns í því hvers vegna svona er komið. Af hverju verður árangur drengja sífellt slakari? Hvers vegna hætta þeir frekar framhaldsskólanámi? Og hvers vegna skila þeir sér síður í háskóla?

Það hefur verið lengi um það rætt að fáar karlfyrirmyndir í röðum kennara hafi slæm áhrif á drengi. Það væri nú það þreyttasta að ætla að kenna konum í kennarastétt um ástandið, en ljóst er að eitthvað í skólakerfinu virðist vera að bregðast drengjum, því vonandi eru allir sammála um að þeir séu ekki heimskari að upplagi. Stórir bekkir gefa kennurum takmarkaða yfirsýn og vald yfir hópnum. Fleiri þættir eins og áhrif félaganna spila stóran þátt í þessu. Sumir telja að drengir eigi erfitt með að einbeita sér í návist bekkjarsystra sinna og sum staðar (þó ekki á Íslandi að því að undirritaðri sé kunnugt) er farið að skipta bekkjum upp eftir kyni. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, allir bæta sig.

Þegar kemur að framhaldsskólunum eru stúlkur líklegri til að hefja slíkt nám og þeir strákar sem það gera líklegri til að hætta því. Þessi þróun síður en svo bundin við Ísland. Fyrir nokkru tóku fréttamenn þáttarins „60 mínútur“ málið fyrir og ræddu meðal annars við skólasálfræðinginn dr. Michael Thompson, sem rannsakað hefur þessa þróun. Hann skefur ekkert af hlutunum heldur segir það hreint út sem margan grunar: „þið vinnið afskaplega vel stúlkur, en því miður dömur mínar, þegar þið komið út í hinn harða heim munum við ekki borga ykkur til jafns á við karla. Og strákar, það er allt í lagi þó þið slugsið í skólanum. Þið fáið góð störf hvort eð er“. Þetta er auðvitað ansi langt frá hinni pólitísku rétthugsun, en spurningin er hvort við verðum ekki að horfast í augu við að þetta kann að vera satt. Hvatinn fyrir stráka til að mennta sig er lítill, en sennilega eina von stelpna. Það er auðvelt að freista 18-19 ára stráks með vinnu sem gefur 200-300 þúsund á mánuði, jafnvel þó að það þýði gífurlega vinnu. Hann sér flottann bíl í hyllingum, fer strax og fær hann á kaupleigu og er þar með fastur í neyslunetinu. Það er ólíklegra, a.m.k. ennþá, að stúlkum sé boðin slík vinna og ekki ólíklegt að sú staðreynd haldi þeim við námsefnið.

Þá komum við að háskólastiginu. Þar eru konur líka í meirihluta. Þær sækja á í öllum greinum og jafnvel þó enn séu þær í talsverðum minnihluta í verkfræði og raunvísindum, má ætla að þróunin verði sú sama þar, með tíð og tíma. Sum staðar, t.d. í Bandaríkjunum og Svíþjóð, hafa háskólar tekið upp á því að beita jákvæðri mismunun (affirmative action), körlum í hag. Hlutfall karla og kvenna skal vera 50/50, sem þýðir að fjöldi karla kemst inn í skólana á kostnað betur hæfra kvenna.

Þetta er auðvitað afar umdeild aðferð og hefur nú ekki átt upp á pallborðið hér á Íslandi, a.m.k. ekki ef hin jákvæða mismunun er konum í hag. Þetta er líka röng aðferð í þessu tilfelli. Hér er rót vandans nokkuð ljós en þegar kemur að jafnrétti kynjanna flækjast málin verulega vegna aldagamalla hefða sem lengi virðast ætla að hanga eins og myllusteinn um háls kvenna. Blákaldar tölulegar staðreyndir, eins og niðurstöður samræmdra prófa, benda til að vandinn hefjist í grunnskólanum. Grunnskólinn bregst strákum og ástandið vefur upp á sig eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu.

Það er of seint í rassinn gripið að bregðast við þessu á háskólastig, ráðast verður að rótunum í grunnskólanum. Fagmenn eru betur til þess fallnir að benda á úrlausnir í þessum málum, en mikilvægt er í þessari jafnréttisumræðu eins og allri annarri að áherslan á að vera á það að bæta hag og þjónustu við stráka án þess að það komi niður á stelpum. Það er líka á ábyrgð samfélagsins að styrkja og efla stráka til n

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli