Frétt

| 31.01.2001 | 14:33Stefnt að nýjum framtíðarstörfum hér vestra fyrir fagfólk og tæknimenn

Tveir fulltrúar frá Íslenskri erfðagreiningu og einn frá Starfrækslunefnd gagnagrunns á heilbrigðissviði komu vestur í gær og sátu fundi með heimamönnum í Bolungarvík og á Ísafirði. Tilgangurinn var að ræða hugsanlegt samstarf og verkefni sem yrðu unnin hér vestra á vegum ÍE. Þá yrði ekki aðeins um að ræða flutning á upplýsingum í gagnagrunn heldur yrðu hér til ný störf til frambúðar fyrir tæknimenn og fagfólk á heilbrigðissviði.
Fulltrúarnir frá Íslenskri erfðagreiningu voru Kristján Erlendsson, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins, og Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur á gagnagrunnssviði. Frá Starfrækslunefnd gagnagrunns kom Haraldur Flosi Tryggvason lögfræðingur. Fyrir hádegi fóru þau til Bolungarvíkur og áttu fund með stjórnendum heilsugæslunnar þar en eftir hádegið sátu þau fund á Ísafirði með framkvæmdastjórn og læknum á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ.

Samkvæmt heimildum BB voru viðræðurnar mjög opinskáar og vinsamlegar og kom fram eindreginn vilji allra aðila til að taka upp samstarf. Frá því fyrr í vetur hefur legið fyrir til umfjöllunar rammasamningur um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar, sama efnis og samningar sem fyrirtækið hefur þegar gert við einstakar heilbrigðisstofnanir. Ekki mun þurfa langan tíma að ganga frá þeim samningi þegar formleg ákvörðun stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ liggur fyrir. Hins vegar stendur vilji manna til þess, og þá ekki síður hjá ÍE en heimamönnum, að samhliða verði gerður viðaukasamningur um frekari samvinnu og verkefni sem unnin yrðu fyrir ÍE hér vestra.

Síðdegis í gær sátu fulltrúarnir að sunnan fund með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs, formanni atvinnumálanefndar og Rúnari Óla Karlssyni atvinnumálafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Fyrir hönd bæjarins kynnti Rúnar Óli hugmyndir að þróunarverkefni og lögðu bæði heimamenn og þó ekki síður Kristján Erlendsson mikla áherslu á, að til kæmu ný störf á svæðinu til frambúðar en ekki aðeins tímabundið. Rætt var um að mynda vinnuhóp sem í sætu fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar til að þróa leiðir að samstarfi. Fulltrúar ÍE tóku mjög vel í fyrstu hugmyndir heimamanna og kom fram að fyrirtækið væri mjög áfram um að byggja hér upp starfsemi á sínum vegum.

Hins vegar virðist ljóst, að á miklu ríður hversu framsæknir og hugmyndaríkir heimamenn sjálfir verða í þessum efnum. Svo virðist sem ýmis tækifæri séu handan við hornið.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli