Frétt

| 31.01.2001 | 11:53Komin í sitt eigið húsnæði í fyrsta sinn

Í haust var brotið blað í 25 ára sögu Björgunarsveitarinnar Tálkna á Tálknafirði, þegar hún festi kaup á húseigninni Strandgötu 42b. Þetta er í fyrsta sinn sem Tálkni eignast eigið húsnæði. Áður hefur sveitin notið góðvilja sveitarfélagsins og fleiri aðila með húsnæði. Til kaupa á húsinu fékk sveitin styrk frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Styrkurinn fer langt með að borga húsið og endurbætur á því, þó að eitthvað vanti þar á. Á þessu ári hyggst Tálkni endurnýja slöngubát sinn og hefur nýr bátur þegar verið pantaður. Lætur nærri að sala á núverandi bát og styrkir til kaupanna standi undir kaupunum á nýja bátnum.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu fréttabréfi Björgunarsveitarinnar Tálkna, sem birtist í dag á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps. Þar segir síðan: „Einnig hyggjumst við halda áfram að standsetja nýja húsið okkar og vonumst við til að geta klárað það að mestu áður en við höldum upp á 25 ára afmæli sveitarinnar í sumar (dagsetning kynnt síðar) en til að það takist kæmi sér vel að fá góðar afmælisgjafir.“

Björgunarsveitin Tálkni var þrisvar kölluð út á síðasta ári. Í apríl bað Margrét ÍS um aðstoð vegna elds í vélarrúmi og var báturinn dreginn til hafnar. Í júní var sveitin kölluð út þegar Ásdís ÍS strandaði innanvert við Krossadal. Mönnunum tveimur á bátnum var bjargað en hann náðist síðan af strandstað og var dreginn til hafnar. Í júlí voru björgunarsveitarmenn kvaddir til leitar að gönguhópi sem hafði villst og kom ekki fram á tilsettum tíma. Skömmu eftir að leitarmenn héldu af stað náði hópurinn að láta vita af sér og var leitin þá afturkölluð.

Stjórn Björgunarsveitarinnar Tálkna skipa Aðalsteinn Magnússon, formaður, Ólafur Gunnbjörnsson, Lilja Magnúsdóttir, Jón Ingi Jónsson og Björgvin Björgvinsson. Á útkallslista sveitarinnar eru núna 15 björgunarmenn en á félagaskrá eru 28 félagar af báðum kynjum.

> Tálknafjarðarhreppur

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli