Frétt

mbl.is | 30.06.2003 | 13:21Bush segir Hepburn hafa verið listrænan dýrgrip

Margir hafa í morgun minnst kvikmyndaleikkonunnar Katharine Hepburn, sem lést í gær 96 ára að aldri. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að að hún væri einn af listrænum dýrgripum bandarísku þjóðarinnar og leikhús á Broadway í New York tilkynntu að lýsing yrði deyfð þar annað kvöld í minningu Hepburn. „Katharine Hepburn gladdi áhorfendur með einstæðum hæfileikum sínum í rúma sex áratugi. Hún var þekkt fyrir greind og kímnigáfu og hennar verður minnst sem eins af listrænum dýrgripum þjóðarinnar," sagði Bush í yfirlýsingu í gærkvöldi.
Hepburn fékk hægt andlát á heimili sínu í Old Saybrook, Connecticut, í gær. Fjölskylda hennar segir í yfirlýsingu að þeir sem þekkt hafi Hepburn vel sakni hennar mjög en nýjar kynslóðir geti kynnst henni í kvikmyndum hennar.

Bandaríska blaðið New York Times sagði að sjálfstæði Hepburn og viljasterkar persónur sem hún lék hafi gert hana að fyrirmynd margra kynslóða kvenna. Og Los Angeles Times sagði að hún hefði sýnt mörgum kynslóðum hvernig konur gætu sameinað fegurð og kynþokka og geislandi gáfur.

„Ég held að allar leikkonur heims hafi litið til hennar með hálfgerðri lotningu og sagt við sjálfar sig: Ég vildi að ég gæti orðið eins og hún," sagði kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor. Þær Taylor og Hepburn léku saman í Suddenly, Last Summer árið 1959.

Hepburn lék í yfir 50 kvikmyndum og fékk fern Óskarsverðlaun, þau fyrstu fyrir myndina Morning Glory á fjórða áratug síðustu aldar. Hún þótti frjálslynd og fór gjarnan gegn viðteknum venjum. Hún reitti oft kvikmyndaframleiðendur til reiði með opinskáum ummælum og óbeit á auglýsingamennsku. Henni var meinilla við viðtöl, myndatökur og kynningarstarfsemi sem fylgdi kvikmyndum.

Í kjölfarið á fyrstu Óskarsverðlaununum fóru myndir Hepburn að ganga illa og svo virtist sem ferli hennar sem kvikmyndastjörnu væri að ljúka. Hún snéri aftur til Broadway og lék m.a. í leikritinu The Philadelphia Story við miklar vinsældir. Hún gerði samning við MGM um að leika í kvikmynd eftir leikritinu sem sló í gegn.

Skömmu síðar lék Hepburn í fyrstu mynd sinni með Spencer Tracy en þau léku alls saman í níu kvikmyndum Þau tóku upp ástarsamband sem varði þar til Tracy lést árið 1967 en þá höfðu þau nýlega leikið saman í myndinni Guess Who's Coming to Dinner sem Hepburn fékk önnur Óskarsverðlaun sín fyrir. Þriðju verðlaunin hlaut hún fyrir myndina The Lion in Winter frá árinu 1968 og þau fjórðu árið 1981 fyrir myndina On Golden Pond.

Tracy var kaþólskur og vildi því ekki skilja við eiginkonu sína, leikkonuna Louise Treadwell en margir vissu um samband hans og Hepburn þótt slúðurblöðin í Hollywood létu kyrrt liggja. Það var ekki fyrr en Garson Kanin, vinur þeirra Hepburn og Tracy, skrifaði um þau bók eftir að Tracy lést, sem samband þeirra varð opinbert.

Í bókinni er haft eftir Hepburn að Spence, eins og hún kallaði Tracy, hafi verið eina hreina manneskjan sem hún hafi kynnst. Hann hafi verið algerlega laus við eigingirni og tilgerð. Hann hafi tekið vinnu sína alvarlega en sjálfan sig aldrei. „Ég sakna hans hvern einasta dag."

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli