Frétt

| 30.01.2001 | 22:07Skólinn verði áfram á sama svæðinu

Gamli barnaskólinn við Aðalstræti (mjög gömul mynd). Gert er ráð fyrir að hann verði nýttur að hluta og framhliðin fái að halda sér.
Gamli barnaskólinn við Aðalstræti (mjög gömul mynd). Gert er ráð fyrir að hann verði nýttur að hluta og framhliðin fái að halda sér.
Starfshópur um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði leggur áherslu á, að framtíðarhúsnæði skólans verði byggt þar sem hann er nú með sína starfsemi og núverandi húsnæði hans verði nýtt sem best. Lagt er til, að hluti af Gamla barnaskólanum verði nýttur, þ.e. sex kennslustofur frá 1901 og 1906, gangur og framhlið, og tengdur við nýbyggingu. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir að viðaukatillögur með öðru staðarvali geti komið fram. Lagt er til, að efnt verði til hugmyndasamkeppni um heildarlausn á húsnæðis- og lóðamálum skólans, samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands.
Þetta eru helstu niðurstöður starfshópsins í ítarlegri greinargerð hans til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem lögð var fram í gærkvöldi. Hópurinn var skipaður af bæjarráði til þessa verks 23. október sl. en hann skipuðu Elías Oddsson, formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri. Hópurinn hélt 7 formlega fundi á tímabilinu frá 31. október 2000 til 24. janúar 2001, auk annars samráðs og samskipta. Samstaða var um þær leiðir sem kynntar eru í greinargerðinni.

> Fundargerðir starfshópsins

Niðurstöður hópsins eru þær, að miðað verði við nemendafjöldann 540-560 og hönnun húsnæðis geri ráð fyrir að hægt sé að taka við nemendum frá öðrum byggðarlögum. Þar segir einnig að gera þurfi ráð fyrir aðstöðu til að bjóða nemendum upp á heitan mat í hádegi og lengdri viðveru. Starfshópurinn leggur til að við hönnun framtíðarhúsnæðis sé gert ráð fyrir miðstöð sérkennslu og sérúrræða og greinabundinnar kennslu- og námsráðgjafar. Móttaka verði fyrir nýbúa og stuðningur og ráðgjöf við heimaskóla nemenda. Þá verði kennslugagna- og skólasafnsmiðstöð fyrir skóla bæjarins innan veggja Grunnskólans á Ísafirði.

Forsendur

Starfshópurinn var sammála um að leggja eftirfarandi forsendur til grundvallar við endurskipulagningu á húsnæðis- og lóðamálum Grunnskólans á Ísafirði:

> Í hönnun verði gert ráð fyrir að hægt verði að taka við nemendum á unglingastigi frá aðliggjandi byggðarlögum. Þó gert sé ráð fyrir þessum möguleika er starfshópurinn ekki að taka afstöðu til þess hvort taka skuli nemendur frá öðrum byggðarlögum inn í Grunnskólann á Ísafirði enda er það ekki hlutverk starfshópsins.

> Viðmiðun um nemendafjölda í bekkjardeildum verði hámark 18 nemendur í 1. bekk, 20 nemendur í 2.-3. bekk og 25 nemendur í 4.-10. bekk. Efri mörk eru ekki ófrávíkjanleg, krefjist aðstæður þess.

> Í hönnunarforsendum verði félagsmiðstöð fyrir unglingastigið áfram rekin innan veggja skólans. Þar verði gert ráð fyrir mötuneyti.

> Gert er ráð fyrir heilsdagsskóla (lengdri viðveru) og heimanámsaðstoð. Heimanámsaðstoð krefst ekki aukahúsnæðis þar sem skólastofur eiga að nýtast fyrir þá starfsemi. Skiptir þá ekki máli hvort nemendur eru búsettir innan byggðarlagsins eða í aðliggjandi byggðarlögum; þjónusta af þessu tagi er það sem mun koma.

> Kennslugagna- og skólasafnsmiðstöð fyrir skóla bæjarins verði innan veggja Grunnskólans á Ísafirði. Hugmyndin á bak við það er að fá betri nýtingu á kennslugögn og skapa betri aðstöðu til kennslugagnagerðar.

> Hönnun miðist við að innan Grunnskólans á Ísafirði sé miðstöð sérkennslu og sérúrræða og greinabundinnar kennslu- og námsráðgjafar.

> Í hönnun verði gert ráð fyrir að móttaka verði fyrir nýbúa og stuðningur og ráðgjöf við heimaskóla nemenda.

Rök fyrir því að hafa Grunnskólann á Ísafirði í raun sem miðstöð fyrir aðra skóla hvað varðar ofangreind atriði eru þau, að GÍ er langstærsti skólinn og mest þörf fyrir þessa þjónustu þar. Þá er nálægð við Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar sem gefur möguleika á góðri nýtingu vegna staðsetningar. Húsnæði vantar fyrir þessa starfsemi og því er upplagt að nýta uppbyggingu framtíðarhúsnæðis GÍ fyrir þá þætti sem eru mikilvægur hluti skólastarfsins, þó þeir tengist einnig öðrum skólum innan sveitarfélagsins og hugsanlega einnig utan þess.

Afmörkun skólasvæðis

Starfshópurinn leggur til að afmörkuð verði tvö svæði sem komi til greina undir byggingar og lóðir fyrir skólann. Afmörkunin verði þannig, að svæði I er núverandi skólasvæði með lítilli viðbót en svæði II afmarkar svæði I og bætir töluverðu við það. Það sem er innan svæðis I er æskilegt framkvæmdasvæði en svæði II er ætlað að taka við lausnum sem hugsanlega rúmast ekki innan svæðis I og til að fá stærri skólalóð.

Svæði I afmar

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli