Frétt

bb.is | 27.06.2003 | 14:41Vinnuskólakrakkar kanna viðhorf íbúa dvalarheimilisins Hlífar á Ísafirði

Hlíf íbúðir aldraðra á Ísafirði.
Hlíf íbúðir aldraðra á Ísafirði.
Enginn af íbúum Hlífar, dvalarheimila aldraðra á Ísafirði, hefur fundið fyrir óvirðingu frá ungu fólki í garð eldri borgara, ef marka má könnun sem Deild 21 innan vinnuskóla Ísafjarðarbæjar gerði fyrir skemmstu. Þá finnast 87% þeirra sem svöruðu spurningum krakkanna það vera góð hugmynd að breyta gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði í safnahús og sama hlutfall eldri borgara telur félagslífið á Hlíf vera gott, en engum finnst það lélegt. Í ljós kom að 9% finnst að Ísafjörður mætti vera snyrtilegri og 9% finnst bærinn lélegur.
Alls voru 50 íbúar spurðir, en innan við helmingur fólksins, eða 23 talsins, svöruðu spurningum krakkanna.

Hér á eftir fylgja niðurstöður könnunarinnar:

1. Hvernig finnst þér bærinn í heild?

13% Mjög góður.
13% Fallegur.
9% Yndislegur.
4% Alveg guðdómlega góður bær.
4% Smekklegur.
4% Ljómandi fínn.
35% Ágætur.
9% Mætti vera betri – þrifalegri.
9% Lélegur.

2. Hvað finnst þér flottast við bæinn?

17% Gamla sjúkrahúsið.
4% Eyrin.
4% Miðbærinn.
9% Torgið.
4% Hlíf.
17% Allt.
35% Ekkert.
9% Vildu ekki svara.

3. Hvað finnst þér ljótast við bæinn?

4% Hversu illa er slegið.
4% Yfirumsjón með garðavinnu.
4% Óhreinindi.
39% Rusl.
13% Gangstéttir við Hafnarstræti.
31% Ekkert.
4% Vildu ekki svara.

4. Fannst þér góð hugmynd að nýta gamla sjúkrahúsið í bókasafn?

87% Já.
9% Nei.
4% Veit ekki.

5. Hvernig er félagslífið á Hlíf?

87% Gott.
13% Sæmilegt.
0% Lélegt.

6. Bjóstu á Ísafirði í gamla daga?

74% Já.
26% Nei.

7. Finnst þér margt hafa breyst undanfarin ár á Ísafirði í sambandi við umhverfið?

69% Já.
9% Nei.
22% Ekkert.

8. Hvernig finnst þér ísfirskir unglingar í heild?

13% Bestu krakkar.
13% Yndilegir.
48% Ágæt.
22% Kurteis.
4% Skemmdarvargar.
(Þess má geta að einn hinna aðspurðu svaraði: „Það eru auðvitað margir sauðir í mörgu fé, góðir krakkar samt sem áður.“)

9. Hreyfir þú þig daglega?

91% Já.
9% Nei.

10. Passar þú upp á mataræðið?

83% Já.
17% Nei.

11. Finnur þú fyrir óvirðingu frá ungu fólki í garð eldri borgara?

0% Já.
100% Nei.

12. Ferðastu mikið?

9% Já.
56% Nei.
35% Miðlungs.

13. Notar þú búðina á Hlíf eða ferðu heldur í Samkaup eða Bónus?

39% Alltaf bara Hlíf.
9% Alltaf bara Samkaup.
0% Alltaf bara Bónus.
52% Til skiptis.

14. Safnar þú einhverju sérstöku?

70% Nei.
30% Já. (Þessi 30% söfnuðu aðallega púðum, steinum, pennum, smíðadóti og svínastyttum.)

halfdan@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli