Frétt

| 30.01.2001 | 13:58Hagsmunir okkar minnstir í þessu dæmi

Tölvulíkan af stórhýsinu.
Tölvulíkan af stórhýsinu.
Stórhýsið sem verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hefur látið teikna og sækir um að fá að byggja við Hafnarstræti á Ísafirði mun kosta tæplega 300 milljónir króna fullbúið og innréttað. Að sögn Ágústs Gíslasonar byggingameistara er ekkert að vanbúnaði að afhenda húsnæðið fullklárað fyrir næstu jól ef lóðin, sem er í eigu Landsbanka Íslands, verður byggingarhæf á vordögum. Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar hugmyndum Ágústs og Flosa og mælir með því við bæjarstjórn að hún veiti þeim brautargengi. Meðmæli nefndarinnar koma fyrir bæjarstjórn á fundi hennar á fimmtudag.
Á um það bil helmingi jarðhæðarinnar eða á um 800-900 fermetra rými er gert ráð fyrir stórmarkaði. Auk þess verður á jarðhæðinni pláss fyrir nokkrar sérverslanir og skrifstofur eða stofnanir eins og á efri hæðunum. „Telja verður að heppilegt pláss vanti fyrir stórmarkað hér á Ísafirði“, segir Ágúst, en vill ekki greina nánar frá þreifingum eða samningum við einstaka aðila sem fengju inni í húsinu.

Samkvæmt fyrirliggjandi teikningum er húsið samtals tæplega 9.000 rúmmetrar og heildargólfpláss um það bil 2.100 fermetrar, þar af tæplega 1.600 fermetrar á jarðhæðinni. Ágúst Gíslason segir að til þess að byggja og fullklára húsið muni þurfa liðlega þrjátíu ársverk, fyrir utan innréttingasmíði. Ef um sjö til átta mánuðir líða frá verkbyrjun og til verkloka má því gera ráð fyrir að um það bil fjörutíu manns verði að jafnaði að störfum við bygginguna.

„Þessi mannskapur er nánast allur til hér. Þetta yrði stálgrindahús að mestu leyti og einn tæknimaður kæmi með því til þess að verkið gangi smurt. Að öðru leyti koma að verkinu iðnaðarmenn af ýmsu tagi, svo sem rafvirkjar, píparar, gólflagningamenn og svo framvegis. Innréttingasmíðin er ekki inni í þessum mannaflatölum enda er hægt að smíða innréttingarnar hvar sem er á landinu.“ Ágúst bendir á, að nýbyggingar komi næst á eftir veiðum og vinnslu að margfeldisáhrifum á aðra starfsemi. Þær hafi mikil keðjuverkandi áhrif í samfélaginu enda fari margt á hreyfingu þegar fyrirtæki og stofnanir flytjist úr einu húsnæði í annað eða nýir aðilar komi til skjalanna.

Ágúst leggur áherslu á, að þær tölvuteikningar af húsinu sem nú liggja fyrir séu ekki endanlegar, þó að þær gefi glögga hugmynd um útlitið. Þannig sé t.d. ekki ólíklegt að gluggaskipan breytist. Hins vegar liggur fyrir, að mestur hluti hússins verður á einni hæð en önnur og þriðja hæð verða mjög inndregnar. Það er skilyrði í byggingarskilmálum bæjarins að á þessari lóð verði byggt upp á tvær og hálfa til þrjár hæðir.

„Þetta hús svarar þeim kröfum þó að önnur hæðin sé mjög inndregin og þriðja hæðin ennþá meira. Bæjarsjóður vill eðlilega láta byggja sem stærst á lóð sem er á besta stað í hjarta bæjarins og nýta hana þannig sem best. Hins vegar er vandinn sá að finna notendur í húsið án þess að setja svo og svo marga sem fyrir eru um koll. Þetta er vandratað í litlu samfélagi. Við höfum því kosið að fylla byggingarreitinn á fyrstu hæðinni en draga inn efri hæðirnar í takt við það sem við teljum að markaðurinn hér hafi þörf fyrir.“

Teiknistofan ehf. Ármúla 6 teiknaði húsið en aðalhönnuður þess er Ásgeir Ásgeirsson.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli