Frétt

bb.is | 27.06.2003 | 11:08Fjöldi listamanna lætur ljós sitt skína á Grænlenskum nóttum

Ínúítar við svokallaðan konubát (umiaq) eins og þeir munu hafa með sér til Flateyrar. Mynd: kalak.is
Ínúítar við svokallaðan konubát (umiaq) eins og þeir munu hafa með sér til Flateyrar. Mynd: kalak.is
Dagskrá Grænlenskra nátta á Flateyri liggur nú fyrir. Hátíðin er með eindæmum vegleg og stendur frá fimmtudeginum 10. júlí til sunnudags. Mikið verður um sýningar innlendra og erlendra listamanna, námskeiða og keppna í kajakróðri, auk fjölmargra tónlistarviðburða þar sem bæði koma fram þekktir innlendir flytjendur sem og erlendir tónlistarmenn sem flytja framandi lög í bland við hefðbundnara rokk og ról. Í tengslum við hátíðina verður reist inútítaþorp þar sem grænlenskir hagleiksmenn gera að selum og vinna með fornum tækjum og tólum.
Dagskrá:

Fimmtudagur 10. júlí:

14.00 Sett upp inúítaþorp og sýningum komið fyrir.
16.00 Málverkasýningar Miki Jacobsen og Reynis Torfasonar opna.
20.00 Hafnarstræti. Reynir Traustason kynnir næstu bók sína.
20.03 Hafnarstræti (íþróttahús). Kynningarávarp Bendo.
20.30 Hafnarstræti (íþróttahús). Grænlenskir listamenn í bland við íslenska troða upp á fiskibalapalli Guðmundar Jóns og verða með stutt sýnishorn af listum sínum og kúnstum. Kynnar verða Guðmundur Jón og Lýður.
23.00 Vagninn opinn gestum og gangandi.

Föstudagur 11. júlí:

11.00 Námskeið í kajaksnúningi, Pavia Lumholt og Jakúp Jacobsen.
14.00 Hafnarstræti. Formleg kynning sýninga og listamanna. Inúítaþorp, handverk, sölubásar og sýningar. Kajaksmíði og matargerð, harmonikkuspil, trúbadorar og söngur. Samhliða opnar málverka- og ljósmyndasýningar á nokkrum stöðum.
17.00 Silfurtorg á Ísafirði. Grænlenski trommuflokkurinn Appap Papii innleiðir hátíðarstemmninguna fyrir Ísfirðinga.
21.00 Hafnarstræti. Karnivalstemning. Grænlenski kórinn Inngeratsiler frá Ammassalik, trommuflokkurinn Appap Papii, rokkbandið Arneva og Færeyingarnir troða upp á fiskibalapalli Guðmundar Jóns í bland við innanhéraðsfólk.
24.00 Vagninn. Siggi Björns vermir lýðinn með hljómsveit sinni. Félagsheimili/íþróttahús. Dansleikur, hljómsveit.

Laugardagur 12. júlí:

11.00 Námskeið í kajaksnúningi.
14.00 Hafnarstræti. Formleg kynning sýninga og listamanna. Inúítaþorp, handverk, sölubásar og sýningar. Kajaksmíði og matargerð, harmonikuspil, trúbadorar og söngur. Áfram opnar málverka- og ljósmyndasýningar.
15.00 Hafnarstræti. Landskeppni í kajakróðri, kappróður í Önundarfirði,
verðlaun sem Eiríkur Finnur Greipsson afhendir.
16-00 Hafnarstræti. Leiksýning á fiskibalapalli Guðmundar Jóns, Sound of music, Morrinn.
21.00 Varnargarður. Kyndlar tendraðir. Trumbusláttur, varðeldur og reykur. Stórtónleikar með grænlenska trommuflokknum, Sigga Björns,
grænlenska rokkbandinu, Óla Popp og lærisveinum.
01.00 Varnargarður. Dansiball ef veður er gott. Til vara Vagninn, Siggi Björns, félagsheimili/íþróttahús, dansleikur, hljómsveit.

Sunnudagur 13. júlí:

11.00 Námskeið í kajaksnúningi
14.00 Flateyrarkirkja. Jonathan Motzfeldt messar.
15.00 Hafnarstræti. Inúítaþorp, handverk, matur og listsýningar opnar.
15.00 Hafnarstræti. Fjöltefli, Hrafn Jökulsson, Regína og innanhéraðsfólk
leiða saman hesta sína í útitafli (ef veður leyfir).
17.00 Hafnarstræti. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, slítur hátíðinni. Dregið verður í happadrættinu
19.00 Vagninn. Kvöldverður aðstandenda hátíðar og listafólks í boði Ísafjarðarbæjar.

halfdan@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli