Frétt

mbl.is | 26.06.2003 | 15:52Ekki annast um frystigám af nægilegri árvekni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Eimskip til að greiða Tryggingamiðstöðinni tæpar 11,3 milljónir króna í bætur, en tryggingafélagið hafði áður greitt þá upphæð vegna tjóns sem varð þegar fiskfarmur í frystigámi um borð í einu skipa félagsins skemmdist. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að tjónið hefði stafað af því að ekki hafi verið annast um gáminn með eðlilegri árvekni, en skipafélagið hafði borið því við að sjaldgæf bilun hefði orðið í tölvukerfi gámsins sem gerði það að verkum að mælar sýndu að þar væri frost þótt hitinn í gámnum væri í raun yfir frostmarki.
Eimskip tók í febrúar á síðasta ári að sér að flytja 1080 kassa, samtals 24.866 kg, af þorskflökum í frystigámi með Lagarfossi frá Reykjavík til Everett á austurströnd Bandaríkjanna. Fiskinn hafi átt að flytja við -24ºC. Lagarfoss fór frá Reykjavík 10. febrúar og kom til Everett 19. sama mánaðar. Gámnum var skipað á land 21. febrúar en þegar átti að tæma hann 25. febrúar kom í ljós að fiskurinn var ónýtur. Hafði frostið farið af gámnum 10. febrúar og ekki komist á aftur fyrr en hann var tengdur við rafmagn 21. febrúar, eftir að honum hafði verið skipað á land. Þetta hafi leitt til þess að hitastig fisksins hafi mælst frá mínus 20,7ºC til mínus 1,7º C og var sendingin með öllu ónýt og varð að fleygja fiskinum.

Tryggingamiðstöðin greiddi tjónið en krafði skipafélagið síðan um endurgreiðslu á þeirri forsendu að samkvæmt lögum beri farmflytjandi ábyrgð á tjóni sem verður ef farmur skemmist meðan hann er í vörslum hans nema honum takist að sanna að hann beri ekki sakarábyrgð á tjóninu.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að áhöfn skipsins fylgdist með frystigámum um borð meðan á ferð þess stóð. Fóru hásetar á milli frystigáma í lest og á þilfari tvisvar á sólarhring í fyrirfram ákveðinni röð og könnuðu hitastig gámanna með því að lesa af stafrænum skjá þeirra. Jafnframt hafi verið gengið úr skugga um hvort einhver viðvörunarljós loguðu. Aflestur af skjá gámsins, sem hér er til umræðu, sýndi að frostið í honum var mínus 24ºC í hvert skipti sem hásetar athuguðu hann, allan tímann var rafmagn á gámnum og aldrei var kveikt á viðvörunarljósi.

Af hálfu Eimskips var því haldið fram að öll gögn og samtöl við skipverja Lagarfoss hafi bent til þess að frystivél gámsins hafi bilað eða stöðvast sökum leynds galla eða bilunar. Leitað hafi verið álits ensks fyrirtækis með mikla reynslu á þessu sviði og telji að væntanleg skýring á því að af hverju gefið hafi verið upp eðlilegt hitastig, þrátt fyrir að gámurinn virðist ekki hafa virkað, sé sú að tölvan, sem stjórni hitastiginu, hafi bilað, eða „frosið,? og um leið hafi upplýsingar í stjórnborði og í hita-skráningarbúnaði stoppað á því hitastigi sem var á gámnum þegar bilunin varð án þess að viðvörunarljós færi í gang. Þetta hitastig var, eins og áður er fram komið, mínus 24ºC. Niðurstaða fyrirtækisins hafi verið sú að allt benti til að hér hafi verið um að ræða sjaldgæft tilfelli leynds galla í hitastýringarkerfi tölvunnar.

Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að stafrænn mælir á gámnum sýni raunhitastig á 5 sekúndna fresti en þess á milli sýni hann það hitastig, sem hann var stilltur á, í þessu tilviki -24°C. Háseti á skipinu bar fyrir dómnum að 2-3 sekúndur hafi tekið að skoða mæla á hverjum fyrstigámi og segir héraðsdómur að ljóst sé að eftirlitsmaður þurfi að dvelja eilítið lengur við gáminn en hásetinn bar að gert hefði verið, ef ætlunin sé að ganga úr skugga um að stafræni mælirinn sýni annað raunhitastig en það sem hann var stilltur á.

Þá séu meðal gagna málsins aflestrarblöð úr ferðinni, sem stýrimaðurinn færði inn á upplýsingar sem hásetinn las inn á segulband af sírita á gámnum. Þegar þessar upplýsingarnar séu skoðaðar komi í ljós að þar sé alltaf skráð sama hitastigið, þ.e. -24°C. Tvisvar sinnum sé merkt við aflesturinn að gámurinn sé á afhrímingu en samt sem áður sé hitastigið sagt hið sama. Að áliti hinna sérfróðu meðdómsmanna hefði þessi niðurstaða tvímælalaust átt að vekja grunsemdir um að eitthvað gæti verið að frystikerfi gámsins, en þetta vakti engin viðbrögð skipverja. Var það niðurstaða dómsins að skipafélagið hafi ekki annast um gáminn með eðlilegri árvekni og geti því ekki borið fyrir sig undanþáguákvæði siglingalaganna. Hefði hann annast um gáminn með eðlilegri árvekni hefði hann komist að raun um að hann var bilaður og getað gripið til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð. Það gerði hann ekki og beri því að bæta tryggingafélaginu tjónið.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli