Frétt

bb.is | 26.06.2003 | 15:21Þorgrímur Þráinsson: „Heillaður af umhverfi ungs fólks á Ísafirði“

Jón Björnsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði, Viðar Jensson og Þorgrímur Þráinsson ásamt unglingum úr vinnuskólanum.
Jón Björnsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði, Viðar Jensson og Þorgrímur Þráinsson ásamt unglingum úr vinnuskólanum.
Þorgrímur Þráinsson framkvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefndar heimsótti Ísafjörð í gær ásamt Viðari Jenssyni starfsmanni nefndarinnar. Funduðu þeir með öllum helstu aðilum er koma að forvörnum og málefnum ungs fólks á svæðinu. „Í stuttu máli var ég heillaður af þessu umhverfi og hvernig er staðið að málefnum ungs fólks á Ísafirði. Við áttum fundi á átta stöðum og það er augljóst að hér er vel á málum haldið. Einna mest kom mér á óvart þessi tilkynningarskylda skóla, lögreglu og annara aðila er koma að málefnum ungs fólks um það þegar krakkar eru að reykja eða gera eitthvað annað óæskilegt“, segir Þorgrímur.
Starfmenn tóbaksvarnarnefndar funduðu með fulltrúum nemenda í Menntaskólanum á Ísafirði og ungmennum frá Gamla apótekinu. „Þetta eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar, fólk á aldrinum 16 til 21 árs, og eru augljóslega mjög sátt við þetta aðhald sem þau finna fyrir og segjast hafa séð mikla breytingu á umhverfinu.“

„Það má segja að Ísafjörður sé fyrirmynd um það hvernig eigi að standa að málefnum barna og unglinga og greinilega er mikill skilningur hjá foreldrum á því að svona sé staðið að málefnum barna þeirra“, segir Þorgrímur.

Síðasta könnun sem gerð var á reykingavenjum grunnskólanema sýnir að vestfirskir unglingar reykja minnst á landinu ásamt jafnöldrum þeirra í Vestmannaeyjum. „Þetta kemur mér ekki á óvart miðað við það starf sem unnið er að svæðinu, a.m.k. það sem ég sá á Ísafirði. Við fáum oft fyrirspurnir frá foreldrafélögum og öðrum um hvernig best sé að standa að málum og veita aðhald. Núna eftir þessa heimsókn get ég bent á nöfn nokkura aðila sem greinilega eru mjög framarlega á þessu sviði.“

Umrædd könnun á reykingavenjum var gerða á skólaárinu 2001/2002. Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi og verkefnisstjóri hjá VáVest vímuvarnarhópnum á norðanverðum Vestfjörðum, segist hafa grun um að reykingar unglinga hafi aukist nokkuð aftur síðasta vetur og greinilega þurfi að halda vel á spöðunum til að varðveita þann árangur sem náðst hafi.

Þorgrímur vill hvetja fólk á svæðinu til að halda áfram af fullum krafti í forvarnavinnunni. „Heilbrigðir krakkar eru fjárfesting til framtíðar. Við höfum séð stórstígar framfarir á fjögurra ára tímabili, á milli kannana, og vonandi heldur fólk sókninni áfram. Ég var mjög upp með mér að sjá hvernig er unnið að málum hérna enda vitum við að krakkarnir vilja fá að vinna í aðhaldi, aga og öruggu umhverfi. Þessi málefni hafa fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum sem hefur gert mönnum kleift að láta verkin tala og er að skila árangri. Auðvitað koma alltaf einhverjir hópar sem eru ekki á þessari línu en í heildina er árangurinn góður“, sagði Þorgrímur.

kristinn@bb.is

Sjá einnig:

bb.is 14.02.2003
Reykingar grunnskólanema eru fátíðastar á Vestfjörðum

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli