Frétt

bb.is | 26.06.2003 | 10:53Sæluhelgin á Suðureyri með hefðbundnu sniði í ár

Kátir gestir á sæluhelgi á Suðureyri.
Kátir gestir á sæluhelgi á Suðureyri.
Dagskrá hinnar árlegu sæluhelgar á Suðureyri liggur nú fyrir. Hátíðin verður haldin dagana 10.-13. júlí, eða aðra helgi mánaðarins líkt og áður. Dagskráin er með hefðbundnu sniði og hefst eins og venjulega með kassabílarallýi og frumsýningu leikverks í uppfærslu leikfélagsins Hallvarðs súganda. Keppt verður í hefðbundnum og óhefðbundnum íþróttagreinum á hátíðinni og eru glæsileg eignarverðlaun í boði fyrir sigurvegarana. Til að standa straum af kostnaði vegna hátíðarinnar verða seld sæluhelgarmerki á 900 krónur og veita þau aðgang á flesta viðburði sæluhelgar.
Dagskrá:

Fimmtudagurinn 10. júlí


17.00 Kassabílarallý og hlaupahjólakeppni 12 ára og yngri. Mæting á Sjöstjörnu.

20.00 Leiksýning Hallvarðs súganda á leikritinu Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri: Elfar Logi Hannesson.

22.30 Útitónleikar: Hin landsfræga hljómsveit Sans-Culot kemur fram. Boðið verður upp á heilgrillað lamb.

Föstudagurinn 11. júlí

13.00 Skothólsganga barna 11 ára og yngri með Assís og Sæmund (kex) í nesti. Mæting á Sjöstjörnu. Takið söngröddina með.

16.00 Fjölskylduferð út á Sólstaði í Staðardal. Þar verður hugvekja, slöngurall, gjarðaskopp, sandkastalakeppni og hanaslagur. Heit grill verða á staðnum. Brekkusöngur við varðeld og flugeldasýning. Ætlast er til að allir fari með rútu frá Sjöstjörnu með sæluhelgarmerki í barmi.

Laugardagurinn 12. júlí

09.30 Gengið verður yfir Klofning. Aldurstakmark er 13 ár nema í fylgd með foreldrum. Leiðsögumaður: Birkir Friðbertsson. Mæting á Sjöstjörnu.
Öllum verður svo keyrt heim eftir göngu.

13.30 Hin árlega mansakeppni 12 ára og yngri. Allir keppendur mæti í skráningu klukkan 13.00.

14.30 Afmælis-mansakeppni 13 ára og eldri

17.00 Leiksýning Hallvarðs Súganda á leikritinu Bróðir minn Ljónshjarta.

20.00 Barnadansleikur: Hljómsveitin Saga-Class.

23.00 Dansleikur: Hjómsveitin Saga-Class heldur uppi trylltu fjöri fram undir morgunsól.

Sunnudagurinn 13. júlí

13.00 Furðufatadagur: Mætum í furðufatnaði og spókum okkur um eyrina. Veitt verða verðlaun fyrir flottustu búningana og frumlegasta búninginn.

13.15 Markaðstorg, kaffisala Ársólar, húsdýragarður, hoppikastali, risarennibraut, sleggjukast, kleinukeppni, harðfiskkeppni, húsmæðrafótbolti, söngvarakeppni og verðlaunaafhending. Æfing fyrir söngvarakeppni klukkan 13.30 í félagsheimili.

18.00 Sæluslútt með viðeigandi elddansi.

20.00 Leiksýning Hallvarðs Súganda á leikritinu Bróðir minn Ljónshjarta.

halfdan@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli