Frétt

mbl.is | 26.06.2003 | 08:39Sameining HÍ og KHÍ frekar en samstarf

Rektorar Háskóla Íslands og Kennaraháskólans ákváðu síðasta vor að láta kanna hvaða leiðir komi til greina varðandi aukið samstarf og var aðallega horft til uppeldis- og menntunarfræða. Í framhaldinu var skipaður starfshópur til að kanna málið og skilaði hann skýrslu sinni í desember sl. um kosti og galla frekara samstarfs og sameiningar.
Í skýrslunni er fjallað um þróun skóla erlendis og hvernig aukin samvinna milli skóla hefur gengið. Almennt má segja að undanfarin ár hafi þróunin legið í átt að auknum samruna milli háskóla. Smærri, sérhæfðari einingar hafa sameinast og úr hafa orðið stærri og fjölbreyttari einingar. Þannig hefur t.a.m. sjálfstæðum kennaraháskólum fækkað og þeir í auknum mæli runnið inn í stærri skóla.

Sameining mun auka fjölbreytni og rekstrarhagræði
Ýmsar leiðir standa til boða við samstarf skólanna og fela þær í sér mismikinn samruna. Þær leiðir sem teknar eru fyrir í skýrslunni eru annars vegar samstarfsleið, sem myndi þýða að gerður yrði samstarfssamningur milli skólanna og kraftar þeirra sameinaðir á ákveðnum sviðum og hins vegar sameining, en þá yrðu skólarnir sameinaðir í einn skóla og sett yrði á stofn deild í uppeldis- og menntunarfræðum. Að mati skýrsluhöfunda myndi sameiningarleiðin hafa í för með sér meiri hagræðingu í rekstri og betri nýtingu fjármuna heldur en ef samstarfsleiðin yrði farin. Auk þess leiddi sameining til þess að stærri og öflugri háskóli yrði til og slíkur skóli væri betur í stakk búinn til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, byggja upp ný rannsóknarsvið og námsleiðir og efla stoðþjónustu. Aukin stærð leiðir til aukinnar fjölbreytni í kennslu og mikill styrkur leynist í möguleikum á þverfaglegu námi. Ef skólarnir tækju á hinn bóginn upp samstarf myndi fjölbreytnin afmarkast við ákveðin svið.

Reynsla af sameiningu skóla sýnir að skoðanaágreiningur, deilur og jafnvel átök um málið hafa oft valdið því að markmiðin með sameiningunni hafa ekki náðst. Mikilvægt er því að skólarnir séu ekki þvingaðir til sameiningar heldur komi frumkvæði frá þeim sjálfum. Þrátt fyrir að sú leið sé að jafnaði átakameiri er það niðurstaða skýrsluhöfunda að sameining sé vænlegri kostur heldur en aukið samstarf milli skólanna.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli