Frétt

| 19.02.2000 | 13:01Óshlíðargöng talin kosta
liðlega 2 milljarða

Frá gerð jarðgangamunnans í Tungudal.
Frá gerð jarðgangamunnans í Tungudal.
Í nýbirtum tillögum Vegagerðarinnar að langtímaáætlun um gerð jarðganga á Íslandi er fjallað um göng á 24 stöðum á landinu. Þrenn göng eru tekin þar út úr sem fyrstu verkefni, þar á meðal göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, eins og hér hefur komið fram. Meðal verkefna til síðari skoðunar eru sex önnur göng á Vestfjörðum.
Þau verkefni eru þessi: Klettsháls milli Kollafjarðar og Skálmarfjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu; Dynjandisheiði; Óshlíð milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar; leiðin milli Ísafjarðar og Súðavíkur; Eyrarfjall milli Mjóafjarðar og Ísafjarðar í Djúpi; og Tröllatunguheiði milli Geiradals í Austur-Barðastrandarsýslu og Arnkötludals í Strandasýslu.

Í skýrslu Vegagerðarinnar er talið líklegt, að meðal þeirra verkefna sem kæmu til rannsóknar næst á eftir fyrstu þremur verkefnunum yrðu göng undir Óshlíð, göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur og göng undir Eyrarfjall. Hins vegar kæmu göng undir Klettsháls varla til álita fyrr en eftir 30 ár í fyrsta lagi.

Lengd framantalinna ganga á Vestfjörðum og kostnaður við gerð þeirra er sem hér segir, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar:

Klettsháls: 3,8 km og 1,5-2 milljarðar króna. Óshlíð: 4,2 km og 2-2,5 milljarðar. Ísafjörður – Súðavík: 2,7 km og 1,5 milljarðar. Eyrarfjall: 4,1 km og 2 milljarðar. Tröllatunguheiði: 9,4 km og 4,5 milljarðar.

Meðal röksemda fyrir því að setja göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á forgangslista, ásamt tvennum öðrum göngum á Norðurlandi og Austurlandi, eru þessar, að mati skýrsluhöfunda Vegagerðarinnar:

Göngin myndu stytta vegalengdir milli þéttbýlisstaða verulega. Innan fárra ára þarf að fjárfesta í vegabótum sem nýtast lítið ef jarðgöng koma síðar. Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eru skilyrði fyrir heilsárssamgöngum innan landshlutans.

Hér verða birt brot úr þeim köflum í skýrslu Vegagerðarinnar, sem snerta einstakar leiðir á Vestfjörðum, þar sem til álita kemur að gera jarðgöng.

Klettsháls: Árin 1994-98 var vegurinn lokaður 100 daga á ári og mokaður 20 daga á ári að meðaltali, og hálsinn er mikill þröskuldur milli sunnanverðra Vestfjarða og veganets landsins. Stytting vegalengda með gerð jarðganga yrði um 6 km.

Dynjandisheiði er langur fjallvegur í um 500 m y.s. Honum er ekki haldið opnum á vetrum og telst lokaður að meðaltali 120 daga á ári. Mokstursdagar eru 15-20 árlega. Göng undir Dynjandisheiði myndu stytta vegalengdir um 12-14 km.

Arnarfjörður – Dýrafjörður: Jarðgöng í stað fjallvegar um Hrafnseyrarheiði hafa verið nokkuð lengi til skoðunar. Heiðin er lokuð um 120 daga á ári að meðaltali og mokstursdagar eru 30-40. Nokkrar jarðgangaleiðir hafa verið kannaðar, allt frá árinu 1981. Einna mest hafa menn horft til ganga úr 70 m y.s. í Arnarfirði í 70 m y.s. í Dýrafirði, en þau yrðu um 5,1 km á lengd. Jarðfræðilegar aðstæður eru nokkuð góðar. Kostnaður er áætlaður 2,3 milljarðar fyrir einbreið göng, tvo 100 m langa forskála og tæpa 7 km af nýjum vegum að göngum. Vegalengd úr Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú styttist um 25 km. Göngin myndu spara vegagerð út með Arnarfirði og yfir Hrafnseyrarheiði, sem gæti kostað um 500 m.kr. Ætla má, að göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, ásamt vel uppbyggðum vegi yfir Dynjandisheiði og góðri vetrarþjónustu þar og á Gemlufallsheiði, myndu tryggja nokkuð öruggar heilsárssamgöngur milli suðurfjarðanna og Ísafjarðarsvæðisins.

Óshlíð: Vegurinn um Óshlíð hefur á undanförnum 20 árum verið endurbyggður og ýmsar ráðstafanir gerðar til að auka öryggi vegfarenda vegna snjóflóða- og grjóthrunshættu. Varla kemur fyrir lengur að vegurinn sé lokaður heilan dag en snjómokstur og önnur vetrarþjónusta er umfangsmikil. Meðalumferð ársins er um 670 bílar og að vetri um 450 bílar. Þessi göng þyrftu vafalítið að vera tvíbreið vegna umferðarinnar.

Ísafjörður – Súðavík: Vegur milli Ísafjarðar og Súðavíkur var opnaður 1949, eftir að fyrstu veggöng á Íslandi höfðu verið gerð, gegnum Arnardalshamar. Síðan hefur vegurinn, sem er um 15 km langur, verið endurbyggður og bundið slitlag var komið á hann allan 1990. Á þessari leið eru snjóflóð algeng að vetri til og grjóthrun á nokkrum stöðum á öðrum árstímum. Súðavíkurhlíð er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar, en snjóflóð falla einnig á Kirkjubólshlíð. Á 20 ára tímabili, 1976-95, voru skráð 1.027 snjóflóð á Súðavíku

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli