Frétt

Stakkur 25. tbl. 2003 | 25.06.2003 | 10:26Staðarval ferðaþjónustu

Opnun Safnahússins Eyrartúni á Ísafirði er ánægjulegur viðburður og vísar að hluta til leiðina til framtíðar á Vestfjörðum. Menning verður hinn ríkjandi þáttur í ferðaþjónustunni, sem virðist vera framtíðarkostur er okkur Vestfirðingum ber að nýta til fulls. Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins lagði á það áherslu í viðtali í útvarpinu um daginn, að ljúka þyrfti vinnu við undirbúning staðarvals fyrir iðnað og hugsanlega stóriðju á Vestfjörðum. Góð hugsun, en hversu raunhæft er að ætla að stórfyrirtæki og þá hugsanlega erlend, því þaðan virðast peningarnir koma nú um stundir, telji Vestfirði álitlegan kost? Marg oft hefur verið bent á þá staðreynd að samgöngur innan Vestfjarða og við aðra landshluta séu fjarri því að vera viðunandi. Flug gengur oftast vel, en í þeim efnum er lítt á veðurguðina treystandi. Hefur það nokkuð dregið úr áhuga margra þeirra er halda ráðstefnur og vinnufundi, sem nú færist mjög í vöxt að fara með út úr borginni við Kollafjörð.

Samkeppni um hýsingu stóriðju er hörð á Íslandi. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að margir Íslendingar berjast af grimmri hörku gegn stóriðju hérlendis, einkum ef hún er orkufrek og hamast einnig gegn stórvirkjunum. Hverjir eru þá kostir Vestfirðinga? Bæjarstjórinn á Ísafirði hefur sent þau skilaboð til náttúruverndarmanna að bæjarstjórn sé tilbúin til þess að koma á móts við þarfir þess hóps, meðal annars með náttúruvænni ferðaþjónustu. Helsta stóriðjan hér vestra virðist í höndum Gunnvararmanna og er fólgin í glæsilegri útgerð og fiskvinnslu henni tengdri, en ekki síst stórtækum tilraunum í fiskeldi, sem með tímanum kann að verða hin raunverulega stóriðja á Vestfjörðum. Hvers konar stóriðja önnur er það sem hentar Vestfjörðum? Því er erfitt að svara. Landfræðilegar aðstæður eru ekki auðveldar, en það kann einnig að eiga við um Reyðarfjörð, sem er langur og þröngur fjörður, en þaðan er tiltölulega stutt upp á Hérað. Á Egilsstöðum er alþjóðlegur flugvöllur. Því er ekki að heilsa á Vestfjörðum, því miður. Og þó úr því mætti bæta að einhverju leyti, þá eru aðstæður snöggtum lakari hér en á Egilsstöðum. Ljóst má því vera að veður og landfræðilegar aðstæður bjóða ekki sömu kosti og Austurland í beinni tengingu við útlönd.

Staðarvalið snýst því væntanlega um ferðaþjónustu. Vissulega verður fróðlegt að sjá hvernig ferðaþjónusta og stóriðja með stórvirkjun verða tengd saman á Austurlandi. Það er vissulega hægt og kann að heppnast vel. Ferðaþjónusta utan Reykjavíkur á erfitt uppdráttar. Hún þrífst nokkrar vikur á sumrin en skrimtir við skuldasöfnun á vetrum. ,,Staðarvalið? hlýtur að tengjast því hvernig unnt er að veita afþreyingu og sinna heilsarsþjónustu við ferðamenn. Þar skiptir tenging við menningu og glæsileg söfn miklu máli, ekki síst ef tekst að skapa grundvöll annarrar afþreyingar. Það tekst ekki alltaf eins og gjaldþrot og brottför Ísafoldar sýnir glöggt.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli