Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 24.06.2003 | 23:32Að deila og drottna

Sunnudaginn 22. júní sl. eyddi Morgunblaðið heilli Reykjavíkurbréfsopnu í að hreyta í Samfylkinguna og R-listann. Greinin endurspeglar að mörgu leyti hugarvíl sjálfstæðismanna og framsóknarmanna gagnvart Samfylkingunni. Í Reykjavíkurbréfinu er m.a. spurt hver Samfylkingin sé eiginlega. Bent er á að flokkurinn sé samsettur af tveimur framliðnum flokkum: Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Þar hafi áherslur Alþýðubandalagsins sigrað. Þessi orð bera vott um mikla fáfræði.
Áherslur Samfylkingarinnar á inngöngu Íslands í ESB, frjálst markaðskerfi og frelsi í viðskiptum og verslun voru ekki beinlínis aðalsmerki Alþýðubandalagsins. Áherslur Samfylkingarinnar á sterkara velferðarsamfélag og betra heilbrigðiskerfi eru ekki síðri en mátti finna hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Það er engu líkara en Morgunblaðið gleymi að þótt gamli Alþýðuflokkurinn hefði verið með djarfa nútímastefnu, lagði hann mikla áherslur á öfluga félagshyggju. Það skal minnst á sterka fulltrúa þeirrar stefnu eins og Guðmund Árna Sefánsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur. Síðar lagðist flokknum til Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur og aðrir öflugir talsmenn velferðarkerfis.

Augljóst er á skrifum Morgunblaðsins að þar endurspeglast óskhyggja Sjálfstæðisflokksins um að deila og drottna. Blaðið hefur vart komið niður á jörðina eftir að öflugur foringi R-listans kaus að stíga til liðs við Samfylkinguna og veikti þar með óneitanlega límefni R-listans. Að sama skapi nötrar hin pólitíska ritstjórn Morgunblaðsins yfir afli Samfylkingarinnar og kjörþokka eftir að Ingibjörg Sólrún birtist í brúnni. Það afl kom í ljós í síðustu þingkosningum.

Guðmundur Árni lét óheppileg orð falla um Framsóknarflokkinn á fundi Samfylkingarinnar um daginn, orð sem buðu upp á nýja tilraun stjórnarliða til að deila og drottna. Enn og aftur minnir þetta slys á, hve þingmenn og aðrir áhrifamenn Samfylkingarinnar verða að vera varkárir í orðum og æði til að færa ekki andstæðingunum eldsmat og eldspýtur. Það er engin ástæða til að fara á taugum, heldur bíða landsfundarins í haust þar sem í ljós mun koma með lýðræðislegum kosningum hverjir veljast til forystu í Samfylkingunni. Þar verður stefnan einnig mótuð og væntanlega fær pólitísk ritstjórn Morguinblaðsins og höfundar Reykjavíkurblaðsins sent eintak af henni.

Samfylkingin er nútímalegur, lýðræðislegur jafnaðarflokkur sem er jafnstór Sjálfstæðisflokknum og jafnvel stærri sem verður æ erfiðari að deila og drottna yfir. Það verða stjórnarliðar að skilja. Morgunblaðið sem reynir að tvístra Samfylkingunni og R-listanum á grundvelli þeirrar staðreyndar að Ingibjörg Sólrún er gengin til samstarfs við Samfylkinguna er hollt að hafa tvennt í huga; eftir stendur sterkur borgarstjóri sem kemur úr atvinnulífinu og að leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn er flúinn yfir í viðskiptaráðuneytið auk þess sjálfstæðismenn missa sinn sterka leiðtoga, Davíð Oddsson úr stóli forsætisráðherra á miðju kjörtímabili. Hvað skyldu höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins segja við því?

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli