Frétt

| 29.01.2001 | 23:55Nýstárleg námskeið á boðstólum eins og venjulega í bland við þau hefðbundnu

Rögnvaldur Ólafsson, „fyrsti íslenski arkitektinn“ og nafngjafi skólans.
Rögnvaldur Ólafsson, „fyrsti íslenski arkitektinn“ og nafngjafi skólans.
Vorönn er senn að hefjast á tíunda starfsári Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þó að hann hafi ekki verið stofnaður formlega fyrr en 1993. Námskeiðin í skólanum draga dám af þeim sem að honum standa – Tónlistarskóla Margrétar Gunnarsdóttur, Myndlistarfélaginu á Ísafirði og Litla leikklúbbnum. Kennararnir eru nærri því að fylla tuginn og nemendurnir eru á öllum aldri. Það sem einkum skilur að kennara og nemendur er væntanlega helst kunnáttan en aftur á móti eiga þeir það sameiginlegt að hafa gaman af því sem þeir eru að gera.
Flest námskeiðanna á vorönninni eru orðin hefðbundin í Listaskóla Rögnvaldar. Þó verður einkum á tveimur námskeiðum bryddað upp á nýjungum eða gengið lengra en áður hefur verið gert.

Högni Sigurþórsson myndlistarmaður á Flateyri verður með myndlistarnámskeið í frjálsu formi, eins og kallað er. Þar geta ekki aðeins þeir sem eru að stíga fyrstu skrefin fengið leiðsögn, heldur líka þeir sem eru komnir vel á veg í myndlistinni. Þeir geta komið með myndverkin sín, sem geta verið af hvaða tagi sem er, og fengið ábendingar og gagnrýna leiðsögn. Markmiðið er að dýpka skilninginn og benda á möguleika til frekari útfærslu á hugmyndum. Pétur Guðmundsson myndlistarmaður á Ísafirði verður aftur á móti með fastmótaðra námskeið í teiknun og málun.

Hin nýjungin er leiklistarnámskeið Elfars Loga Hannessonar frá Bíldudal, sem er sestur að á Ísafirði eftir langa fjarveru frá Vestfjörðum við leiklistarnám erlendis og leiklistarstörf syðra. Margir muna eftir honum úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Elfar Logi verður með „alveg ferskt“ námskeið í leiklist fyrir börn og unglinga jafnt sem fullorðna en skipt verður í hópa eftir aldri og þátttöku. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á leiklistina í Listaskóla Rögnvaldar, vegna þess að nú er farið að nota aðalsalinn í Edinborgarhúsinu (fjölnotasalinn svokallaða) og farið að hilla þar undir leikhúsið sjálft.

Erla Sigurðardóttir, sem er starfandi myndlistarmaður og myndlistarkennari í Reykjavík, ætlar að koma vestur í maí og halda vatnslitanámskeið. Hún ætlar þá að fara með nemendunum út í náttúruna til að sækja innblástur og efnivið í vatnslitamyndirnar. Margir hér vestra þekkja Erlu enda bjó hún lengi á Ísafirði ásamt manni sínum, Gunnari Sigurjónssyni.

Námskeið í tölvugrafík verður haldið í samvinnu við Snerpu á Ísafirði og kennari þar verður Indriði Sveinn Ingjaldsson. Á barnanámskeiði í myndlist kennir Solveig Thoroddsen en Ólöf Björk Oddsdóttir leirlistakona verður með námskeið í sinni sérgrein.

Margrét Gunnarsdóttir annast síðan píanókennslu fyrir alla aldurshópa en Bryndís G. Friðgeirsdóttir ætlar að kenna „vinnukonugripin“ á gítar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Innritun á námskeiðin í Listaskóla Rögnvaldar stendur út næstu viku. Nánari upplýsingar má fá í skólanum sjálfum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði eða í símum 456 5444 og 456 4418.

Þótt kjarninn í námskeiðunum í Listaskóla Rögnvaldar sé nokkuð stöðugur frá ári til árs, þá er sífellt eitthvað nýtt á hverju ári. Þar má nefna námskeið í veggjakroti, sem efnt var til á vorönn í fyrra, og eldsmíðanámskeið, sem var haldið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða í gömlu eldsmiðjunni í Neðstakaupstað í sumar.

Enginn formlegur skólastjóri er í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þar er einungis fimm manna skólanefnd sem Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari veitir forstöðu. Markmið skólans er einfalt og skýrt: Að veita almenna fræðslu í listum.

Einhver kynni að halda að Rögnvaldur Ólafsson, sem skólinn er kenndur við, sé stofnandi hans. Því fer þó víðs fjarri enda andaðist hann árið 1917, liðlega fertugur að aldri. Hann er hins vegar maðurinn sem „hannaði veraldlega umgjörð skólans“ og nafngift skólans er ætlað að tengja starfsemi hans við íslenska og ísfirska menningarsögu. Rögnvaldur er fyrsti Íslendingurinn sem lagði stund á byggingarlist og jafnan nefndur „fyrsti íslenski arkitektinn“. Edinborgarhúsið á Ísafirði, sem nú hýsir Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, er eitt af verkum hans. Húsið dregur nafn af Edinborgarverslun, sem lét reisa þetta mikla mannvirki við Pollinn á Ísafirði.

Rögnvaldur Ólafsson var Dýrfirðingur að uppruna en fluttist ungur til Ísafjarðar. Hann stundaði nám í byggingarlist í Kaupmannahöfn en vegna heilsubrests lauk hann ekki námi. Heimkominn til Íslands varð hann ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð og teiknaði fjölda bygginga. Þar má nefna Vífilsstaðaspítala, þar sem hann andaðist síðar sjálfur, en bein hans hvíla í k

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli