Frétt

Einar Kr. Guðfinnsson | 20.06.2003 | 14:29Þegar hvorki er skeytt um skömm né heiður

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Neikvæð niðurstaða fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins þurfti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Fyrir því er löng reynsla að út úr fundum þess ráðs kemur sjaldnast nokkuð skynsamlegt. Ástæðan er einföld. Meirihluti ráðsfulltrúann er ekkert kominn til þess að hlusta á rök. Þeir eiga það eitt erindi að fylgja eftir trúarsannfæringu sinni um bann við hvalveiðum, hvað sem tautar og raular.
Engum sem þekkir til datt í hug að með aðild okkar að Alþjóðahvalveiðiráðinu og málflutningi þar, yrði svörnum hvalaandstæðingum snúið. Breytti engu þó rökin væru öll okkar megin. Það er eins og að tala við steininn; ekki klappa steininn. Það gefur sig ekkert þegar menn eru fyrirfram löngu ákveðnir í því að skeyta hvorki um skömm né heiður. Láta skynsemina lönd og leið.

Alþjóðahvalveiðiráðið virðir ekki eigin lög

Á sínum tíma fórum við út úr Alþjóðahvalveiðiráðinu til þess að mótmæla því að ráðið sinnti ekki lögbundnu hlutverki sínu að stjórna hvalveiðum. Við bentum á ákvæði alþjóðlegra reglna sem gátu gefið möguleika á að stjórna hvalveiðum án atbeina Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það er aðeins kveðið á um svo kallaðar viðeigandi stofnanir skuli hafa með stjórnun veiðanna að gera. Það er ekkert sem segir að þar sé einvörðungu átt við Alþjóðahvalveiðiráðið.

Yfirlýstur tilgangur okkar með þessari aðgerð var að stuðla að því að veiðar gætu hafist. Síðar lá fyrir það mat hvalveiðiþjóða eins og Japana að við yrðum að starfa innan CITES og Alþjóðahvalveiðiráðsins til þess að þeir treystu sér til þess að kaupa af okkur afurðir, sem var forsenda hvalanýtingar. Þá var ekkert annað að gera en að skella sér aftur inn í ráðið, þó allir vissu að ekkert yrði þar unnið á efnislegum forsendum. Við munum líka hvernig nokkrar aðildarþjóðir hikuðu ekki við að brjóta lög og reglur til þess að reyna að meina okkur inngöngu. Þar glitti í undarlega hlið á samstarfi okkar við margreyndar vinarþjóðir okkar, sem varla hefði verið hægt að ímynda sér fyrirfram. En það er þó alla vega árangur að þessar þjóðir voru ekki með uppsteyt lengur vegna aðildar okkar, nú á nýliðnum fundi.

Enginn getur meinað okkur að stunda vísindaveiðar

Nú liggur þá niðurstaðan fyrir af fyrsta fundinum sem við sitjum um árabil sem fullgildir aðilar. Og sú niðurstaða er skýr. Þó vísindaleg rök hnígi að því að veiðar á hval geti hafist, þó allt mæli í raun með því, hreyfa andstæðingar hvalveiða sig ekkert. Þeir sitja klossfastir við sinn keip. Enginn getur hins vegar meinað okkur að hefja vísindalegar veiðar. Enda væri það með ólíkindum, ef þjóðirnar ætluðu að koma í veg fyrir að við, - sjálf fiskveiðiþjóðin, - fengi að stunda nauðsynlegar vísindalegar athuganir á lífríki þess hafsvæðis, sem tilvera okkar byggist á. Liður í því væri að hefja hvalveiðar í vísindaskyni.

Við ætlum að hefja veiðarnar

Nú hefur verið lögð fram vísindaáætlun, sem gefur okkur færi á að hefja slíkar veiðar, burtséð frá nöldri hvalveiðiandstæðinga ( og hjáróma kvaki lagsbræðra þeirra hér á landi) Það tommast því áfram, þó hægt miði.

Aðalatriðið er hins vegar skýrt. Við ætlum að hefja veiðarnar. Alþingi hefur ályktað um það. Það sem við höfum aðhafst hefur allt miðað að því markmiði. Og frá því stefnumiði megum við ekki hvika. Þjóðarhagsmunir okkar eru í húfi.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli