Frétt

Múrinn – Sverrir Jakobsson | 20.06.2003 | 13:29Réttum nú úr bakinu!

Íslenska þjóðin er nú að vakna upp við þau stórtíðindi að það hafi ekkert í för með sér að vera „vinur Bandaríkjanna“, eins og það er orðað. Eins og ótrúlega og það hljómar, þá tekur Bandaríkjastjórn ekkert sérstakt tillit til ríkisstjórnar sem hefur sýnt henni skilyrðislausa hlýðni og undirgefni og lofar því að gera það áfram um ókomna framtíð. Vissulega er erfitt að skilja þetta enda þekkja það allir hversu heillandi undirgefni af þessu tagi er í persónulegum samskiptum. Maður hlýtur nú að bera virðingu fyrir þeim sem hegðar sér þannig, er það ekki?
En Íslendingar þurfa nú kannski að búa sig undir líf án setuliðs, þótt heimsmynd vissra manna kunni að hrynja við það. Og auðvitað er utanríkisráðherra farinn að predika um hættuna á „einangrun“. Ekki kemur það á óvart. En einangrunarstefna þýðir raunar allt annað í munni utanríkisráðherra.

Oft er að talað um það að Bandaríkin hafi fylgt einangrunarstefnu á árunum 1919-1941. Mörgum þykir utanríkisstefna Bandaríkjanna bera keim af slíku nú en nærtækara væri líklega að benda á ríki á borð við Kína og Norður-Kóreu sem dæmi um ríki sem fylgja einangrunarstefnu. Í einangrunarstefnu felst að vilja ekkert vita af umheiminum og taka ekki þátt í neinu samstarfi sem ekki þjónar eingöngu manns eigin hagsmunum. Þetta er yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar gagnvart ýmsum alþjóðlegum stofnunum, s.s. alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum, en raunar vilja margir Bandaríkjamenn ganga enn lengra í þessa átt og hætta alveg að taka þátt í starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn skelfilegt fyrirbæri og fangabúðirnar í Guantanamo væri ekki rekið af ríki, sem ekki fylgdi einangrunarstefnu í einhverjum mæli.

Hlutleysisstefna er allt annað en einangrunarstefna. Í henni felst að ríki hafna því að taka þátt í klíkum innan alþjóðakerfisins og fylgja „flokkslínu“ í málefnum klíkunnar, en vilja taka þátt í stærri bandalögum sem allir eru með í, s.s. Þjóðabandalaginu (á sínum tíma) eða Sameinuðu þjóðunum. Hlutlaust ríki hafnar ekki alþjóðlegum stríðsglæpadómstól eða grefur undan starfi hans, heldur fagnar þvert á móti öllum tilraunum til að efla lög og rétt í heiminum.

Að vera í klíku getur nefnilega hamlað athafnafrelsi ríkja. Á hinu sérstæða tungumáli sem utanríkisráðherra hefur tamið sér þá felst „samstarf og samvinna við aðrar þjóðir“ í því að fylgja línu sem kemur frá öðrum í öllum utanríkismálum. Vera okkar í NATO kemur í rauninni í veg fyrir að við getum mótmælt ofsóknum Tyrkja gegn Kúrdum eða öðrum glæpum NATO-ríkja. Hún kom á sínum tíma ótrúlega lengi í veg fyrir að sumar NATO-þjóðir gætu stutt okkur gegn Bretum í þorskastríðinu, á sama tíma og hlutlaus ríki (einkum í þriðja heiminum) veittu okkur öflugan stuðning. Vera okkar í NATO kemur einnig í veg fyrir að við getum friðlýst landið fyrir kjarnorkuvopnum, eins og t.d. Nýja-Sjáland hefur gert. Sumir NATO-sinnar hafa meira að segja látið eins og að vera okkar í NATO kæmi í veg fyrir að utanríkisráðherra landsins hefði samband við erlenda þjóðarleiðtoga (þegar Steingrímur Hermannsson hitti Arafat á sínum tíma). Á Íslandi hefur hlýðnin við foringja klíkunnar verið slík að á sínum tíma mátti ekki einu sinni fljúga með jólagjafir til Írak. Eflaust átti það bann að vera mikilvægt framlag til frelsis og lýðræðis, enda hefur utanríkisráðherra margítrekað hversu vænt honum þyki um írösku þjóðina.

Hlutleysisstefnan hefur hins vegar veitt þjóðum á borð við Svíþjóð og Finnland færi á að miðla málum í ýmsum deilum (t.d. Bildt og Ahtisaari á Balkanskaga) og ganga gegn hagsmunum NATO-ríkja þegar þeir stangast á við alþjóðalög. Vopnasala Svía var vissulega ekki í anda þeirrar stefnu, en dregur ekki í sjálfu sér úr gildi hennar (eins og nútímalegir jafnaðarmenn vilja oft vera láta). Það er töluvert annað hljóð í alþjóðlegum fulltrúum eins og Hans Blix eða Mary Robinson, en þeim sem koma frá NATO-ríkjum.

Það getur stundum verið hagstætt að ganga boginn og aukið vörn manns gegn veðri og vindum. En óþægindin sem fylgja óveðrum ganga hratt yfir og til lengdar lætur er það ekki gott fyrir hrygginn að rétta aldrei úr bakinu. Er ekki kominn tími til að Íslendingar fari að ganga uppréttir aftur? Eða erum við búin að gleyma því eftir 54 ár?

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli