Frétt

| 27.01.2001 | 20:17Markús Þór sigraði í flokki 15-16 ára

Það var leiðindaveður og hraglandi á skíðasvæðinu á Seljalandsdal í dag.
Það var leiðindaveður og hraglandi á skíðasvæðinu á Seljalandsdal í dag.
Ísfirðingar fengu alls sex verðlaun, þar af 1 gull, 3 silfur og 2 brons á fyrri degi bikarmótsins í skíðagöngu á Ísafirði í dag. Ólafsfirðingar voru sigursælastir og fengu 3 gull, 2 silfur og 1 brons. Markús Þór Björnsson á Ísafirði sigraði í 7,5 km göngu 15-16 ára pilta og varð rúmlega hálfri annarri mínútu á undan Hjörvari Maronssyni frá Ólafsfirði í mark. Í dag var gengið með hefðbundinni aðferð við talsvert krefjandi aðstæður og hríðarkóf gerði keppendum oft erfitt fyrir. Allir skiluðu sér þó í mark við góða heilsu.
Aðrir Ísfirðingar sem unnu til verðlauna í dag voru: Íris Pétursdóttir fékk silfur í 3,5 km göngu 13-14 ára stúlkna, Ásta Ásvaldsdóttir fékk silfur í 5 km göngu 15-16 ára stúlkna og Magnús Ringsted Sigurðsson fékk silfur í 15 km göngu karla 20 ára og eldri. Sindri Gunnar Bjarnarson fékk brons í 5 km göngu 13-14 ára pilta og Einar Ágúst Yngvason fékk brons í 15 km göngu karla 20 ára og eldri.

Bestu göngukonur landsins, Ísfirðingarnir Sandra Dís Steinþórsdóttir og Katrín Árnadóttir, gátu því miður ekki tekið þátt í mótinu, Sandra Dís vegna veikinda en Katrín vegna haustannarprófanna í Menntaskólanum á Ísafirði. Vegna kennaraverkfallsins voru prófin ekki aðeins flutt milli ára, heldur einnig á milli alda og árþúsunda. Slíkt mun vera fremur fátítt og hefur a.m.k. ekki gerst fyrr í skólameistaratíð Björns Teitssonar.

Alls tóku 33 göngumenn þátt í keppninni í dag og voru þeir frá fimm héruðum eða frá Ólafsfirði, Akureyri, Sauðárkróki og Hólmavík auk gestgjafanna Ísfirðinga. Á morgun, sunnudag, verður keppni haldið áfram og verður þá gengið með frjálsri aðferð. Keppnin hefst kl. 11 í fyrramálið.

Sjá nánar:

> Skíðafélag Ísfirðinga

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli