Frétt

tikin.is - Guðrún Johnsen | 19.06.2003 | 11:33Vegvísir Hillary Rodham Clinton að Hvíta Húsinu

Enn á ný berast augu Ameríkana að Hillary Rodham Clinton með útkomu endurminninga hennar „Living History“. Viðtökur almennings við bókinni eru geysigóðar en um 200.000 eintök seldust á útgáfudeginum einum. Önnur prentun er þegar hafin nú viku seinna, að 500.000 bóka upplagi. Fyrir töluglögga námu tekjurnar um 6 milljónum dollara eða ríflega 400 milljónum (en hvert eintak kostar um 30 dollara) á fyrsta deginum en fregnir herma að hún sjálf hafi fengið fyrirframgreiðslu upp á tæplega tvöfalda þá upphæð.
Stjórnmálamenn hér í landi velta því nú fyrir sér leynt og ljóst, hvort útgáfa bókarinnar sé fyrsti vegvísir öldungardeildarþingmannsins á ferð hennar inn í Hvíta Húsið aftur. Bókin tekur á mjög svo viðkvæmum hlutum í einkalífi Hillary, þar sem hún sjálf segir frá upplifun sinni. Hún mun því vitaskuld geta vikið sér undan spurningum um fortíð sína með því að vísa í bókina ákveði hún að bjóða sig fram til forseta. Þannig hafi hún nú þegar afgreitt erfiðan hjalla sem hún yrði óumflýjanlega að fara yfir.

Hillary hefur verið með ólíkindum umdeild hér í landi. Í kosningabaráttunni 1992 var hún sökuð um að vera móðgun við móðurhlutverkið, þar sem hún hafði verið útivinnandi alla sína starfstíð og sögð hafa vikið sér undan hlutverkinu að standa manni sínum við hlið, með því að setja eigin starfsframa í forgang. Á þeim tíma komu upp margar ásakanir á hendur Bills Clintons sem voru til þess fallnar að draga heiðarleika hans í efa.

Þeirra á meðal var sú tilgáta að Clinton hefði misnotað aðstöðu sína með því að beina viðskiptum Arkansas ríkisins til Rose-lögmannaskrifstofunnar þar sem Hillary var einn eiganda, til að auka eigin arðsemi og þeirra hjóna. Í kosningabaráttunni hafði Hillary svarað einum ásæknum blaðamanni með því að segja að „slíkar ásakanir væru út í hött en væru einnig áhugaverðar að því leyti að slíkum ásökunum væru einkum beint að konum sem hefðu komið sér upp eigin starfsframa og eigin lífi [án tilstuðlan eiginmannsins...]“.

Blaðamaðurinn spurði því næst hvort hún hefði ekki getað komið í veg fyrir að „ásakanir um hagsmunaárekstra kæmu upp“. Hillary svaraði játandi og sagði að hún hefði e.t.v. getað verið heimavinnandi við að „baka kökur og drekka te“. En sá frasi flaug fjöllum hærra og m.a. þess vegna þótti Hillary vera köld, eigingjörn og aðallega í hjónabandinu af hagkvæmnisástæðum.

Til að Hillary komist í Hvíta Húsið aftur á hún hins vegar eftir að yfirstíga fleiri hjalla. Hún þarf að tryggja góða kosningu árið 2006 um sæti öldungardeildarþingmanns New York borgar. En Rudolph Giuliani, hinn frægi fyrrum borgarstjóri, er líklegur til að bjóða sig fram á móti henni fyrir hönd Republikana. Sigur í þeim kosningum þykir nauðsynlegur til að öðlast hljómgrunn í öðrum fylkjum til útnefningar sem forsetaframbjóðandi Demókrata 2008. Það er þó sennilega sýnd veiðin en ekki gefin.

Þeir sem lesa bókina og hafa fylgst með störfum Hillary Rodham Clinton, án flokksbundinna gleraugna, sjá að hún er sennilega sú kona sem næst gæti komist að því að setjast í eitt valdamesta sæti veraldar. Slík framganga yrði sennilega ekki aðeins hennar persónulegi sigur heldur sigur fyrir konur út um veröld alla og áhugavert að sjá hvernig stjórnunarstíllinn myndi breytast í samanburði við karlkyns fyrirrennara.

Það er ómögulegt að skrifa um Hillary R. Clinton, og minna jafnframt á hversu mislangt menn eru komnir í jafnréttismálum, án þess að hafa eftir orð vinar Clintons sem dáðist að þreki hennar: „Ég væri sannarlega stoltur faðir ef þú værir dóttir mín, en mikið er ég feginn að þú ert ekki eiginkona mín.“

Hillary Rodham Clinton er sannarlega kona að okkar skapi hér á Tíkinni. Við bíðum spenntar eftir því að sjá hvort Bandaríkjamönnum bjóðist „Tveir fyrir einn“ í forsetakosningunum 2008.

Tíkin, vefrit um pólitík, einstaklingsfrelsi og jafnrétti

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli