Frétt

| 26.01.2001 | 16:33Ferðamál, fornsögur, fluguhnýtingar...

Jóhanna G. Kristjánsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur gefið út og látið dreifa Námsvísi á vorönn 2001. Hér er um að ræða tuttugu síðna rit, þar sem meðal annars er að finna upplýsingar um þrjátíu námskeið sem Fræðslumiðstöðin hefur forgöngu um að halda. Sum námskeiðanna eru haldin samtímis á ýmsum stöðum á Vestfjörðum. Af námsgreinum má nefna skipstjórn og vélgæslu, ensku, íslensku fyrir útlendinga, hlýðninámskeið fyrir hunda, fornsögur, ferðamál, GPS-kerfið, fluguhnýtingar, indverska matargerð, veisluhald, útskurð, stjórnun í opinberri stjórnsýslu, barnfóstrufræði og skyndihjálp.
Einnig eru í ritinu greinar eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Guðrúnu Stellu Gissurardóttur, forstöðumann Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, og Guðrúnu Á. Stefánsdóttur, náms- og starfsráðgjafa í Menntaskólanum á Ísafirði.

Í grein sinni segir Jóhanna G. Kristjánsdóttir m.a.: „Nú er fyrsta starfsár Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða liðið... Á liðnu ári annaðist Fræðslumiðstöð Vestfjarða rúmlega þrjátíu námskeið, lengri og skemmri af ýmsum toga. Miklu fleiri námskeið voru auk þess undirbúin og auglýst en ekki haldin vegna ónógrar þátttöku. Háskólanámsbrautir voru tvær starfandi á árinu, báðar á vegum Háskólans á Akureyri en önnur reyndar tilraunaverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri í fjarnámi og var þar um að ræða 30 eininga almennt hugvísindanám. Hin námsbrautin er hjúkrunarfræðinám, þriðja árið af fjórum.“

Einnig segir Jóhanna: „Mikilvægt er að þeir sem fá góða hugmynd um námskeið, nám eða fræðslu af einhverju tagi hafi samband við starfsmenn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og kynni hana. Frumkvæði að námskeiðum þarf að koma frá öllum sem njóta vilja þjónustu Fræðslumiðstöðvar á einhvern hátt.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli