Frétt

Múrinn – Steinþór Heiðarsson | 18.06.2003 | 13:59Varnar- hvað?

Framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið ofarlega á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu að undanförnu vegna þeirra gleðitíðinda að Bandaríkjastjórn nenni líklega ekki lengur að hlusta á vælið í NATO-flokkunum hér á landi. Viðurkennt er að í Washington hafi menn viljað leggja herstöðina af síðastliðin tíu ár en haldið henni úti af pólitískum ástæðum samt sem áður. Margt æði kyndugt hefur borið á góma í þessari umræðu. Til að mynda var sagt frá því með nokkru írafári að Michael T. Corgan „aðstoðarprófessor“ þætti sem Bandaríkjamenn væru bara að hugsa um eigin hag ef þeir lokuðu herstöðinni.
Ef til vill hefur það komið Corgan gríðarlega mikið á óvart en sjálfur kom hann hingað til lands á liðnum vetri til að útskýra þá góðmennsku sem fælist í því að ráðast á Írak. Corgan talaði um „drengskaparheit“ Bandaríkjamanna um „varnir Íslands“ og telur nú allt stefna í að það verði brotið. Hvað um hitt loforðið, að hér yrði aldrei her á friðartímum?

Talsmaður Samfylkingarinnar í utanríkismálum, Guðmundur Árni Stefánsson, hefur að vanda veitt harða stjórnarandstöðu með því að telja sig og sinn flokk enn betri í að framkvæma stefnu ríkisstjórnarinnar um að herinn skuli vera hér áfram. Þar af leiðandi bauð Samfylkingin fram aðstoð sína við að semja nýjasta betlibréfið til Bandaríkjaforseta enda eflaust vanir menn þar innanborðs frá því að kveinstafirnir voru sem hæstir 1994.

Margir jesúsa sig yfir þessum tíðindum vegna þess hversu margir vinni hjá hernum og mega ekki til þess hugsa að þar verið dregið saman. Það gildir um sömu ríkisstjórn og þá sem kveðst mjög áfram um að kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað. Þar vinnur þó dágóður hópur. Æði margir stjórnmálamenn hér á landi haga sér eins og það sé nánast skylda Bandaríkjastjórnar að ausa skattpeningum þarlendra í herstöð sem veiti vinnu. Skyldu þeir vera tilbúnir að borga gervistörf fyrir þá sem vinna í Sellafield? Buðu þeir fram efnahagsaðstoð þegar kjarnorkuendurvinnslunni var hætt í Dounray?

Furðulegast er þó að hlusta á fréttastofu útvarps tönnlast á orðinu „varnarlið“ ár og síð. Ekki er annars að vænta af DV og auðvitað skrifar Morgunblaðið þetta orð með stórum staf. Enda hefur orðið „varnarlið“ talsvert pólitískt áróðursgildi – það gefur til kynna ákveðinn tilgang með téðu liði og styður þá ímynd sem fylgismenn hersins hafa viljað halda á lofti. Á sama hátt hafa margir herstöðvaandstæðingar í gegnum tíðina talað um hernámslið og setulið vegna þess að þeir telja Ísland hernumið og hersetið. Að fréttastofa útvarpsins skuli svo gersamlega hafa kokgleypt lykilorð í áróðri herstöðvasinna er ákaflega dapurlegt.

Að sama skapi eiga umsjónarmenn Kastljóssins hrós skilið fyrir að tala einfaldlega um „herinn“ eins og hlýtur að teljast eðlilegt þegar átt er við slíkan fjölda hermanna. Eða trúir því einhver að bandarískur hermaður breytist í eitthvert sérstakt afbrigði, svonefndan „varnarliðsmann“, við það að koma í herstöð á Íslandi og breytist svo aftur í hermann þegar hann hverfur aftur af landi brott?

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli