Frétt

Sigurjón Þórðarson alþm. | 18.06.2003 | 08:35Eru skúrkar í Seðlabankanum?

Sigurjón Þórðarson alþingismaður.
Sigurjón Þórðarson alþingismaður.
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Einar Kr. Guðfinnsson, hefur að undanförnu kennt Seðlabankanum um flestallt sem hefur misfarist í stjórn efnahags-, atvinnu- og byggðamála landsmanna. Það má lesa út úr skrifum Einars að Seðlabankinn hafi ýmislegt á samviskunni, allt frá ástandinu á Raufarhöfn og til vandræða útflutningsgreinanna. Auðvitað er hér um yfirgengilega aumt yfirklór hans að ræða, þar sem reynt er að fría ríkisstjórn kvótaflokkanna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, ábyrgð á byggðamálum og stjórn efnahagsmála.
Það er deginum ljósara, að vandi Raufarhafnar stafar af vonlausu kvótakerfi, og sömuleiðis er borðleggjandi að ekki er hægt að kenna Seðlabankanum um hátt gengi íslensku krónunar. Allir málsmetandi hagfræðingar höfðu sagt fyrir um áhrif framkvæmdanna á Austurlandi á gengi íslensku krónunnar, þ.e. að gengi íslensku krónunnar myndi hækka. Það var augljóst að innstreymi erlends fjármagns myndi hækka fljótandi gengi íslensku krónunnar. Vitað er að framkvæmdirnar fyrir austan geta leitt til þenslu og þess vegna er mikilvægt að stjórnendur efnahagsmála séu vakandi og grípi til raunverulegra aðgerða í efnahagsmálum. Oftsinnis hefur verið bent á að það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir til þess að tryggja stöðugleika og eru þær misvel fallnar til vinsælda en engu að síður nauðsynlegar.

Aðgerðir sem nefndar hafa verið til mótvægis eru m.a. að draga úr umsvifum ríkisins, skattahækkanir og skyldusparnaður. Á meðan ekkert er gert, þá hækkar gengi íslensku krónunnar og útflutningsgreinunum blæðir, svo sem útveginum og ferðaþjónustunni.

Það er ekki á valdi Seðlabankans að grípa til aðgerða heldur er það fyrst og fremst verkefni ríkisstjórnarinnar. Það er því högg fyrir neðan beltisstað þegar Einar Kr. Guðfinnsson, fráfarandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem á að vita betur, vænir Seðlabankann um aðgerðaleysi vegna hækkandi gengis krónunnar.

Forgangsmarkmið Seðlabankans er að viðhalda lágri verðbólgu. Helsta tæki bankans til að halda verðbólgunni lágri eru vextir í viðskiptum bankans við lánastofnanir, sem hafa síðan bein áhrif á lánskjör almennings.
Seðlabankinn getur einnig átt viðskipti á markaði með gjaldeyri í því augnamiði að hafa áhrif á gengi krónunnar og þar með verðlag. Einar Kr. hefur að undanförnu heimtað að Seðlabankinn gripi til þess ráðs að keyptur yrði erlendur gjaldeyrir á millibankamarkaði í enn meiri mæli en nú er gert, til þess að lækka gengi íslensku krónunnar. Seðlabankinn hefur í raun staðið vaktina vel og unnið frá því september í fyrra á móti hækkun íslensku krónunnar með kaupum á gjaldeyri og kaupir hann nú gjaldeyri fyrir 180 milljónir á dag.

Flestir sem fylgjast eitthvað með efnahagsmálum eru sammála um að það væri ávísun á verðbólgu, ef Seðlabankinn tæki til þess ráðs að kaupa gjaldeyri með þessum hætti í enn ríkari mæli, á meðan ríkisstjórnin aðhefðist ekkert í stjórn efnahagsmála. Ráðlögð kaup Einars myndu einungis leiða til mun meira magns peninga í umferð, þenslu og hækkandi verðlags.

Auðvitað eru tvær hliðar á þessu máli, þ.e. ef Einari Kristni yrði að ósk sinni og krónan veiktist til muna, þá leiddi það til þess að almennt verðlag neysluvara hækkaði, sem bitnaði hvað verst á almenningi. Öfgar í gengismálum í báðar áttir eru erfiðar fyrir efnahagslífið og hefur Seðlabankinn staðið sig vel í að viðhalda stöðugleika við erfiðar aðstæður, sem hafa einkennst af gífurlegu innstreymi gjaldeyris, aðgerðaleysi stjórnvalda og innhaldslausu blaðri einstakra stjórnmálamanna.

– Sigurjón Þórðarson,
alþingismaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli