Frétt

kreml.is - Dagbjört Hákonardóttir | 16.06.2003 | 12:40Litlir drengir í stríðsleik

Á undanförnum dögum hafa umræður um veru Bandaríkjahers hér á landi verið heldur áberandi og skoðanir skiptar. Herstöðvarandstæðingar kunna sér ekki læti yfir hugsanlegri brottför á meðan Suðurnesjamenn o.fl. telja sig vera í ,,vondum málum". Og vissulega getur það orðið okkur dýrkeypt að hafa byggt stóran hluta atvinnulífsins með þeirri bjargföstu trú að herinn skuli verða hér alla tíð. Tilhugsunin um að standa á eigin fótum þegar kemur að varnarmálum var okkur vissulega fjarlæg. Og hvað á nú að taka til bragðs?
Ísland úr Nató?

Íslendingar eiga að heita bandalagsþjóð Bandaríkjamanna. Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur þó einfaldast til muna síðan G.W.Bush tók við embætti. ,,Ef þú ert ekki með okkur, ertu á móti okkur" segir hann, og eykur fjárveitingar til áframhaldandi stríðsreksturs í heiminum með því að skera niður í framlögum til mannréttindamála. Framganga íslenskra ráðamanna í utanríkismálum hefur oftar en einu sinni sýnt fram á að við séum Bandaríkjamönnum hliðholl í einu og öllu, sama hvað bjátar á. Okkar sérstaða innan NATO er mikil þar sem engan höfum við herinn. Og hann viljum við ekki.

...og í því sambandi má nefna Ísrael!

Á ónefndu vefriti úti í bæ komu fram heldur athyglisverðar hugmyndir um sjálfstæðar landvarnir Íslendinga. Snerust þær m.a. um hugsanlega aðstoð Bandaríkjamanna til Íslendinga í því skyni að stofna innlendan her. Þó verður að segjast að tillögur þessar voru frekar háfleygar, sérstaklega þegar greinarhöfundur nefndi samstarf Ísraela og Bandaríkjanna sem gott dæmi um samheldna aðstoð í uppbyggingu á eigin landvörnum Ísraela. Sennilega hefði greinarhöfundur ekki getað verið óheppnari með dæmi um ,,samheldna aðstoð í uppbyggingu eigin varna". Það þarf ekki annað en að líta á þann vítahring sem nú er fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Bandaríkjamenn bera einna mesta ábyrgð á því hvernig daglegt líf fólks er lamað vegna stríðsótta.

Herlaust Ísland með öllu!

Umræðan um brotthvarf hersins hefur hingað til endað á Suðurnesjum. Það eru jú þúsundir manna sem nú byggja sinn atvinnuveg á starfsemi hersins m.a. á Keflavíkurflugvelli. Að því leyti er skiljanlegt að starfsemin skuli ekki vera löngu horfinn á brott. Reyndar hefur herinn nauðugur haldið úti þessarri herstöð í rúmlega 40 ár af ,,pólitískum ástæðum", eða allt frá tímum Bjarna Benediktssonar. Við værum alls ekki svo illa stödd ef herinn myndi yfirgefa landið. Skiptar skoðanir eru á meðal Jafnaðarmanna í þessum efnum, því vissulega eru til friðarsinnar meðal vor.

Íslenska þjóðin má ekki standa frammi fyrir því að grátbiðja Bandaríkjamenn um áframhaldandi veru hersins hér á landi, einu sinni sem oftar. Slíkt er ekki aðeins niðurlægjandi, heldur ótraustvekjandi fyrir sjálfstæða þjóð sem þráir viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Ef Íslendingar eru jafn-sjálfstæðir og af er látið og í stakk búnir til eigin landvarna, væri töluvert viturlegra að eyða þeim fjármunum (sem annars yrði varið til landvarna) í atvinnuppbyggingu á Suðurnesjum eftir brotthvarf bandaríska hersins. E.t.v. þykir mörgum meira spennandi að hugsa til þess að hér risi hraustur og fjölmennur her, reiðubúinn til þjónustu þurfandi landa.

...sem þekkir hvorki sverð né blóð

Þeir sem lásu Skólaljóðin í grunnskóla ættu að muna eftir verðlaunakvæði Huldu: ,,Hver á sér fegra föðurland." Þetta ljóð lýsir sennilega best því stolti sem Íslendingar finna fyrir þegar þeir segjast koma frá herlausu landi. Ísland er vissulega að stækka og færast nær meginlöndunum, en viljum við færast enn vestar? Með því að eiga í slíku landvarnasamstarfi við Bandaríkjamenn erum við að skuldbinda okkur annarri þjóð mun meira en aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér, svo dæmi sé tekið. Hin eina og sanna ,,Sérstaða Íslands" felst í því að vera án hers. Og við ættum að vera afspyrnu hreykin af þeirri staðreynd.

Pólitík.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli