Frétt

| 24.01.2001 | 23:39Leggur til að Landsmót UMFÍ 2004 verði haldið á norðanverðum Vestfjörðum

Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja og Landsmót UMFÍ 2004, eins og hún heitir fullu nafni, leggur til við sveitarstjórnir á norðanverðum Vestfjörðum, að Landsmót UMFÍ 2004 verði haldið hér fyrir vestan. Þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar fyrr í vikunni. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkurhrepps og íþróttasamtaka innan þessara sveitarfélaga. Endanleg ákvörðun um staðarval fyrir landsmótsins árið 2004 verður tekin á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands laugardaginn 10. febrúar eða eftir rúman hálfan mánuð. Fyrir þann tíma þarf formleg afstaða sveitarfélaganna að liggja fyrir. Í ljósi þess hvernig nefndin er skipuð leikur naumast vafi á því hver sú afstaða verður.
Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja og Landsmót UMFÍ 2004 hefur verið starfandi á norðanverðum Vestfjörðum í liðlega fjóra mánuði og haldið fimm fundi. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 18. september en fimmti fundur hennar var haldinn í þessari viku.

Í upphafi sátu í nefndinni fulltrúar Ísafjarðarbæjar, þau Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Birna Lárusdóttir og Lárus Valdimarsson, og fulltrúar Héraðssambands Vestfirðinga, þeir Kristinn Jón Jónsson og Bjarni Einarsson. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur setið alla fundi nefndarinnar og ritað fundargerðir.

Á fyrsta fundinum var samþykkt að óska eftir fulltrúum frá Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, bæði frá sveitarfélögunum sjálfum og íþróttasamtökum innan þeirra, inn á næsta fund til að ræða möguleika á samstarfi sveitarfélaganna þriggja um að halda Landsmót UMFÍ 2004. Þetta gekk eftir og fljótlega bættust í nefndina Bolvíkingarnir Örn Jóhannsson frá Bolungarvíkurkaupstað og Helga Jónsdóttir frá Ungmennafélagi Bolungarvíkur og síðan Súðvíkingarnir Ágúst Kr. Björnsson frá Súðavíkurhreppi og Óskar Elíasson frá Ungmennafélaginu Geisla.

Mikið starf hefur verið unnið milli formlegra funda í nefndinni. Fjölmörg atriði hafa verið tekin til athugunar og umræðu og ýmsir sem upplýsingar hafa veitt eða málið varðar hafa verið kvaddir á fund hennar. Ítarlega hefur verið fjallað um nauðsynlega eða æskilega mannvirkjagerð og kostnað við hana. Ekki síst hafa komið fram ólíkar og mjög misdýrar hugmyndir um lausn á sundlaugarmálum, hvort heldur væri til frambúðar eða til bráðabirgða meðan á mótinu stæði.

Landsmót UMFÍ

Landsmót UMFÍ er fjölmennasta íþróttamót á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 en frá 1940 hefur það verið venjulega verið haldið þriðja hvert ár, þó að einstök frávik séu frá því. Á landsmótum er keppt í mörgum greinum venjulegra íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta, eins og akstri dráttarvéla, starfshlaupi og línubeitingu. Fjöldi keppenda er um tvö þúsund og þeir sem koma og fylgjast með hafa að jafnaði verið milli 12 þúsund og 20 þúsund. Flestir hafa gestirnir orðið á Laugarvatni árið 1965 eða um 25 þúsund. Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum. Landsmót UMFÍ hafa stundum verið nefnd Ólympíuleikar Íslands.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ)

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga, skammstafað UMFÍ. Markmið hreyfingarinnar er Ræktun lýðs og lands og kjörorðið er Íslandi allt. Fáni UMFÍ er Hvítbláinn (bláhvíti fáninn). Sambandsaðilar eru 19 héraðssambönd og 13 félög með beina aðild. Alls eru 309 félög innan UMFÍ og 169 sjálfstæðar deildir innan þeirra með um 54 þúsund skráða félagsmenn.

Landsmót UMFÍ hefur aldrei verið haldið á Vestfjörðum

Landsmót UMFÍ eru orðin 22 frá upphafi. Næsta Landsmót UMFÍ, hið 23. í röðinni, verður haldið á Egilsstöðum í sumar. Landsmót UMFÍ hefur aldrei verið haldið á Vestfjörðum.

Fyrri Landsmót UMFÍ hafa verið haldin sem hér segir:

1909 á Akureyri
1911 í Reykjavík
1914 í Reykjavík
1940 í Haukadal
1943 á Hvanneyri
1946 að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu
1949 í Hveragerði
1952 á Eiðum
1955 á Akureyri
1957 á Þingvöllum
1961 að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu
1965 á Laugarvatni
1968 á Eiðum
1971 á Sauðárkróki
1975 á Akranesi
1978 á Selfossi
1981 á Akureyri
1984 í Keflavík og Njarðvík
1987 á Húsavík
1990 í Mosfellsbæ
1994 á Laugarvatni
1997 í Borgarnesi

Heimasíða UMFÍ

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli